Brunavarnir - nýr slökkvibíll
Málsnúmer 1709025
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 792. fundur - 07.09.2017
Slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið þar sem hann kynnti hugmyndir að nýjum slökkvibíl. Byggðarráð samþykkir að fela slökkviliðsstjóra að vinna áfram að málinu á þeim grunni sem kynntur var á fundinum. Byggðarráð óskar umsagnar hjá umhverfis-og samgöngunefnd.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 132. fundur - 15.11.2017
Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar, kom á fund nefndarinnar og kynnti hugmyndir að nýjum slökkvibíl. Nefndin samþykkir af sinni hálfu kröfulýsingu slökkviliðsstjóra að nýjum slökkvibíl.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 801. fundur - 23.11.2017
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. september s.l. að fela slökkviliðsstjóra að vinna að þarfagreiningu vegna kaupa á nýjum slökkvibíl á þeim grunni sem kynntur var. Byggðarráð óskaði einnig eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd sem samþykkti af sinni hálfu kröfulýsingu slökkviliðsstjóra að nýjum slökkvibíl.
Lögð voru fram tvö tilboð, annað frá Óslandi ehf. og hitt frá Ólafi Gíslasyni & Co. Undir þessum dagskrárlið sat Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri fundinn.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Ólafs Gíslasonar & Co. í slökkvibifreið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar.
Lögð voru fram tvö tilboð, annað frá Óslandi ehf. og hitt frá Ólafi Gíslasyni & Co. Undir þessum dagskrárlið sat Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri fundinn.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Ólafs Gíslasonar & Co. í slökkvibifreið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar.