Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Brunavarnir - nýr slökkvibíll
Málsnúmer 1709025Vakta málsnúmer
Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar, kom á fund nefndarinnar og kynnti hugmyndir að nýjum slökkvibíl. Nefndin samþykkir af sinni hálfu kröfulýsingu slökkviliðsstjóra að nýjum slökkvibíl.
2.Skýrsla Samtaka iðnaðarins - ástand hafna
Málsnúmer 1711010Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar skýrsla Samtaka iðnaðarins um ástand hafna.
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar greinargóða samantekt á stöðu íslenskra hafna og ítrekar mikilvægi þess að ríkissjóður tryggi aukið fjármagn í viðhald og nýframkvæmdir í höfnum landsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar greinargóða samantekt á stöðu íslenskra hafna og ítrekar mikilvægi þess að ríkissjóður tryggi aukið fjármagn í viðhald og nýframkvæmdir í höfnum landsins.
3.Fundagerðir 2017 - Hafnasamb. Íslands
Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer
Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir 397. og 398 fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
4.Rannsóknarnefnd samgönguslysa - hafnarkantar
Málsnúmer 1710002Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni til Hafnasambands Íslands varðandi hafnarkanta.
5.Tiltekt á lóðum - nýr úrskurður
Málsnúmer 1710028Vakta málsnúmer
Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra varðandi valdheimildir Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til að fjarlægja númerslausa bíla á einkalóðum. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál nr 65/2016.
Úrskurðurinn staðfestir heimildir heilbrigðiseftirlita til að fjarlægja númerslausa bíla af einkalóðum út frá þeirri forsendu einni að bíllinn sé lýti á umhverfinu.
Nefndin lýsir yfir ánægju með úrskurðinn sem skýrir valdheimildir heilbrigðisnefnda og leggur nefndin til að farið verði í samvinnu við heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra um eftirlit með númerslausum bílum á einkalóðum.
Úrskurðurinn staðfestir heimildir heilbrigðiseftirlita til að fjarlægja númerslausa bíla af einkalóðum út frá þeirri forsendu einni að bíllinn sé lýti á umhverfinu.
Nefndin lýsir yfir ánægju með úrskurðinn sem skýrir valdheimildir heilbrigðisnefnda og leggur nefndin til að farið verði í samvinnu við heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra um eftirlit með númerslausum bílum á einkalóðum.
6.Fyrirhuguð niðurfellinga vega af vegaskrá
Málsnúmer 1711105Vakta málsnúmer
Lagðar voru fram tilkynningar Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu vega af vegaskrá.
Þeir vegir í Sveitarfélaginu Skagafirði sem fyrirhugað er að fella af vegaskrá eru;
Hluti Laufskálavegar nr. 7790-01
Brekkuvegur nr. 7685-01
Húsabakkavegur nr. 7620-01
Krithólsgerðisvegur nr. 7500-01
Stekkjardalsvegur nr. 7637-01
Neðri Ásvegur 3 nr. 7796-01
Haganesvíkurvegur nr. 788-01
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir ítarlegri upplýsingum ásamt korti af vegum og veghlutum sem fyrirhugað er að leggja niður. Einnig mótmælir nefndin því að Haganesvíkurvegur nr 788-01 sé tekinn af vegaskrá þar sem íbúi er skráður með lögheimili á Efra-Haganesi.
Þeir vegir í Sveitarfélaginu Skagafirði sem fyrirhugað er að fella af vegaskrá eru;
Hluti Laufskálavegar nr. 7790-01
Brekkuvegur nr. 7685-01
Húsabakkavegur nr. 7620-01
Krithólsgerðisvegur nr. 7500-01
Stekkjardalsvegur nr. 7637-01
Neðri Ásvegur 3 nr. 7796-01
Haganesvíkurvegur nr. 788-01
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir ítarlegri upplýsingum ásamt korti af vegum og veghlutum sem fyrirhugað er að leggja niður. Einnig mótmælir nefndin því að Haganesvíkurvegur nr 788-01 sé tekinn af vegaskrá þar sem íbúi er skráður með lögheimili á Efra-Haganesi.
7.Upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 1711074Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun um upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs.
8.Erindi varðandi trjágróður í Litla Skógi
Málsnúmer 1710109Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá íbúum Barmahlíðar 2, Skúla Bragasyni og Guðmundi Vilhelmssyni. Í erindinu kemur fram að íbúðarhús þeirra hafið notið útsýnis út á fjörðinn en geri það ekki lengur þar sem trjágróður í gilinu norðan við hús þeirra sé orðinn mjög hávaxin. Fara þeir þess á leit við sveitarstjórn að hæfilega verði grisjað þarna af þessum sökum.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar erindið en bendir á að umrætt svæði sé hluti af skógrækt og útivistarsvæði íbúa sveitarfélagsins, ekki eru uppi áform um grisjun á þessu svæði að svo stöddu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar erindið en bendir á að umrætt svæði sé hluti af skógrækt og útivistarsvæði íbúa sveitarfélagsins, ekki eru uppi áform um grisjun á þessu svæði að svo stöddu.
9.Umsagnarbeiðni um sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra
Málsnúmer 1709149Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Dagur Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður, sat 1. til 4. dagskrárlið fundar.
Formaður óskar eftir að taka mál nr 1709149 á dagskrá með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.