Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 797

Málsnúmer 1710011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 360. fundur - 08.11.2017

Fundargerð 797. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lagt fram erindi frá íbúum Barmahlíðar 2, Skúla Bragasyni og Guðmundi Vilhelmssyni. Í erindinu kemur fram að íbúðarhús þeirra hafið notið útsýnis út á fjörðinn en geri það ekki lengur þar sem trjágróður í gilinu norðan við hús þeirra sé orðinn mjög hávaxin. Fara þeir þess á leit við sveitarstjórn að hæfilega verði grisjað þarna af þessum sökum.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefnar til skoðunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lögð fram tillaga að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017 ásamt greinargerð. Viðaukinn hefur eftirfarandi áhrif á rekstrarreikning A- og B-hluta:
    A-hluti, lækkun nettó útgjalda um 19.795 þús.kr.
    B-hluti, hækkun nettó útgjalda um 19.795 þús.kr.

    Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka og vísar honum til samþykkis sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2017". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall fyrir árið 2018 í Sveitarfélaginu Skagafirði verði óbreytt, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni og vísar tillögunni til samþykktar sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Útsvarshlutfall árið 2018". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lögð fram tillaga um gjaldskrá fasteignagjalda 2018:

    Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%

    Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%

    Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%

    Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%

    Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%

    Leiga beitarlands 0,50 kr./m2

    Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2

    Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2

    Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu frá 1. febrúar 2018 til 1. október 2018. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 24.500 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2018. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2018, séu þau jöfn eða umfram 24.500 kr.

    Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir til gjaldenda, nema þeirra sem óska sérstaklega eftir því. Allir greiðendur geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðils í Íbúagátt sveitarfélagsins og á island.is

    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Álagning fasteignagjalda 2018". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lögð fram drög að reglum um veitingu stofnframlaga skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Reglur um stofnframlög". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 19.október s.l. að gera tilboð í húseignina að Sæmundargötu 5, fnr: 213-2311. Fyrir fundinum liggur gagntilboð frá seljanda.
    Byggðarráð samþykkir að ganga að gagntilboði seljanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar því að Flugfélagið Ernir ætli að hefja áætlunarflug til Sauðárkróks þann 1.desember n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri, sem verið hefur í launalausu leyfi frá 1.desember 2016, hefur sagt upp starfi sínu hjá Brunavörnum Skagafjarðar frá og með 1.desember n.k. Svavar Atli Birgisson, varaslökkviliðsstjóri hefur gegnt starfi slökkviliðsstjóra í leyfi Vernharðs Guðnasonar. Sveitarstjóri leggur til að Svavar Atli Birgisson verði ráðinn sem slökkviliðsstjóri frá 1.desember n.k. og að auglýst verði eftir varaslökkviliðsstjóra. Byggðarráð samþykkir tillöguna.
    Byggðarráð þakkar Vernharði Guðnasyni samstarfið á liðnum árum og óskar Svavari Atla velfarnaðar í starfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Markaðsstofu Norðurlands og flugklasanum Air 66N. Þar segir m.a.:
    Markaðsstofa Norðurlands og flugklasinn AIR 66N hafa um árabil unnið að því markmiði klasans að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Nú í janúar og febrúar mun ferðaskrifstofan Super Break í Bretlandi fljúga 2svar í viku frá Bretlandi til Akureyrar, samtals 14 flug á 7 vikum.

    Enn eru þó hindranir í veginum m.a. sú að eldsneyti fyrir flugvélar í millilandaflugi er dýrara á Akureyri en í Keflavík. Ástæðan er sú að kostnaði við flutning á eldsneytinu sem er öllu skipað upp í Helguvík er bætt ofan á grunnverð og þannig verður eldsneytið dýrara eftir því sem lengra dregur frá Helguvík.

    Það er mjög mikilvægt að ná betri dreifingu ferðamanna um landið allt. Til þess þarf að byggja upp fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug en Keflavík.
    Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 797 Lagt fram til kynningar fundargerð síðasta stjórnarfundar SSNV, dags. 19. október 2017.

    Auk þess fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra dags. 19. sept. 2017 og fundargerð starfshóps um almenningssamgöngur dags. 8. sept. 2017.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017.