Ályktun um stöðu barna frá Félagi stjórnenda leikskóla
Málsnúmer 1710019
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 124. fundur - 08.11.2017
Sigríður Halldóra Sveinsdóttir og Steinunn Arnljótsdóttir, áheyrnarfulltrúar leikskóla sátu fundinn undir liðum 1-3.
Lagt fram erindi frá Félagi stjórnenda í leikskólum þar sem lýst er áhyggjum af stöðu barna í leikskólum, meðal annars vegna of lítils rýmis, fjölda barna í hóp og lengd dvalartíma eins og niðurstöður skýrslu OECD „Starting strong“ sýna.
Samkvæmt skýrslu OECD eiga Íslendingar met í dvalartíma nemenda, bæði í klukkutímum á dag og fjölda daga á ári.
Samkvæmt skýrslu OECD eiga Íslendingar met í dvalartíma nemenda, bæði í klukkutímum á dag og fjölda daga á ári.