Fara í efni

Tiltekt á lóðum - nýr úrskurður

Málsnúmer 1710028

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 132. fundur - 15.11.2017

Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra varðandi valdheimildir Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til að fjarlægja númerslausa bíla á einkalóðum. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál nr 65/2016.
Úrskurðurinn staðfestir heimildir heilbrigðiseftirlita til að fjarlægja númerslausa bíla af einkalóðum út frá þeirri forsendu einni að bíllinn sé lýti á umhverfinu.
Nefndin lýsir yfir ánægju með úrskurðinn sem skýrir valdheimildir heilbrigðisnefnda og leggur nefndin til að farið verði í samvinnu við heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra um eftirlit með númerslausum bílum á einkalóðum.