Fara í efni

Erindi varðandi trjágróður í Litla Skógi

Málsnúmer 1710109

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 797. fundur - 26.10.2017

Lagt fram erindi frá íbúum Barmahlíðar 2, Skúla Bragasyni og Guðmundi Vilhelmssyni. Í erindinu kemur fram að íbúðarhús þeirra hafið notið útsýnis út á fjörðinn en geri það ekki lengur þar sem trjágróður í gilinu norðan við hús þeirra sé orðinn mjög hávaxin. Fara þeir þess á leit við sveitarstjórn að hæfilega verði grisjað þarna af þessum sökum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefnar til skoðunar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 132. fundur - 15.11.2017

Lagt fram erindi frá íbúum Barmahlíðar 2, Skúla Bragasyni og Guðmundi Vilhelmssyni. Í erindinu kemur fram að íbúðarhús þeirra hafið notið útsýnis út á fjörðinn en geri það ekki lengur þar sem trjágróður í gilinu norðan við hús þeirra sé orðinn mjög hávaxin. Fara þeir þess á leit við sveitarstjórn að hæfilega verði grisjað þarna af þessum sökum.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar erindið en bendir á að umrætt svæði sé hluti af skógrækt og útivistarsvæði íbúa sveitarfélagsins, ekki eru uppi áform um grisjun á þessu svæði að svo stöddu.