Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi
Málsnúmer 1710154
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 247. fundur - 10.11.2017
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, sat fundinn undir þessum lið.
Lögð fram umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi. Um er að ræða tvær konur sem vilja starfrækja daggæslu í heimahúsi (sjá fyrri málslið) með plássi fyrir samanlagt 8 börn. Öll gögn fyrirliggjandi samkvæmt reglugerð. Samþykkt að veita Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur, bráðabirgðaleyfi fyrir fjórum börnum til eins árs að Laugatúni 15 í samstarfi við Margréti Evu Ásgeirsdóttur.