Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 798

Málsnúmer 1711001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 360. fundur - 08.11.2017

Fundargerð 798. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla flugklasans Air 66N sem fjallar um starfið undanfarna mánuði. Flugklasinn sendir þakkir fyrir áframhaldandi stuðning sveitarfélagsins við flugklasann næstu tvö árin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagt fram bréf frá Fiskistofu sem greinir frá því að í sumar hafi verið innheimt sérstakt gjald af strandveiðibáðum. Gjaldið á að greiða hverri höfn í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar tímabilið 1.maí 2017 til 31.ágúst 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður fær greitt kr. 93.340 vegna Hofsóshafnar og 357.720 vegna Sauðárkrókshafnar. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagt fram bréf frá dómsmálaráðuneyti til allra sveitarfélaga vegna greiðslu kostnaðar við alþingiskosningar 28. október 2017. Samkvæmt 123. gr. c liðar laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, ber að greiða úr ríkissjóði nauðsynlegan kostnað við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, kjörkassa og önnur áhöld vegna kosninganna.


    Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagður fram tölvupóstur frá Bjarna Jónssyni um að fallin væri niður sú friðun sem sett var á innsta hluta Skagafjarðar fyrir veiðum með dragnót. Málið áður á dagskrá byggðarráðs 12.október s.l.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill ítreka bókun sína á fundi ráðsins þann 12.október s.l. þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins á breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki sem varað hefur s.l. 7 ár á Skagafirði. Mikilvægt er viðhalda kerfi sem stuðlar að gæðum í meðförum afla og jákvæðri markaðssetningu. Breytingar á kerfinu kunna að leiða til aukinnar einsleitni í útgerð og fækkun starfa.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun ráðherra um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dregnum veiðarfærum s.s. dragnót og leggst gegn breytingum á takmörkunum við notkun veiðarfæra við veiðar samkvæmt krókaaflamarki. Sveitarfélagið harmar að ekki hafi verið tekið tillit til umsagnar sveitarfélagsins sem send var frá sveitarfélaginu þann 13.október s.l. og ítrekað þann 31.október s.l. Byggðarráð skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína og óskar eftir fundi með ráðherra vegna málsins hið fyrsta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Undir þessum lið sátu Jón Karl Ólafsson, Hjördís Þórhallsdóttir og Arnar Sigurðsson frá Ísavia, Ásgeir Örn Þorsteinsson og Hörður Guðmundsson frá Flugfélaginu Ernir, auk Svavars Atla Birgissonar og Sigfúsar Inga Sigfússonar frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Rætt um fyrirkomulag flugs til Sauðárkróks sem hefst 1.desember n.k. og er tilraunaverkefni til 6 mánaða. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-september 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • .7 1710177 Kjörstaðir 2017
    Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagður fram tölvupóstur frá formanni yfirkjörstjórnar NV kjördæmis,Inga Tryggvasyni, þar sem hann ítrekar beiðni sína um að kjörstöðum í Sveitarfélaginu Skagafirði verði fækkað m.a. til að flýta fyrir talningu atkvæða. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 798 Lagt fram til kynningar bréf frá Landsneti þar sem kynnt eru áform um jarðstrengslögn frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Bókun fundar Afgreiðsla 797. fundar byggðarráðs staðfest á 360. fundi sveitarstjórnar 8. nóvember 2017 með níu atkvæðum.