Skipulags- og byggingarnefnd - 311
Málsnúmer 1711017F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 361. fundur - 29.11.2017
Fundargerð 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Lagt er fyrir samkomulag um skil á lóðinni Iðutún 6 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Iðutún 6 er laus til umsóknar. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Lagt er fyrir samkomulag um riftun á lóðarleigusamningi milli annars vegar Sigurðar Eiríkssonar kt. 061156-5189 og Sveitarfélagsins vegna lóðarinnar Fellstún 18. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Fellstún 18 er laus til umsóknar. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Rúnar Númason kt. 130483-5349 og Valdís Hálfdánardóttir kt 270981-4889 sækja um heimild til að breyta notkun húseignarinnar Suðurbraut 7 á Hofsósi. Eignin er í dag skráð leikskólahúsnæði en mun verða breytt aftur í íbúðarhúsnæði. Einnig er sótt um nýja aðkomu að húsinu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun. Skila þarf til byggingarfulltrúa nýjum aðaluppdráttum sem gera grein fyrir breytingum á húsi og lóð. Að því fengnu verður afstaða tekin til aðkomu að lóðinni.
Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Helgi Hrannar Traustason kt. 0105855119 og Vala Kristín Ófeigsdóttir kt. 291187-2859 óska eftir að byggja við hús sitt Kirkjugötu 9 Hofsósi samkvæmt meðfylgjandi rissi. Lóðamörk koma fram á teikningu en samkvæmt þessari hugmynd fer viðbygging umtalsvert yfir á næstu lóð, Kirkjugötu 11. Erindinu hafnað eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Með umsókn dagsettri 6. nóvember 2017 sækir Sigurjón Tobíasson kt. 081244-5969 þinglýstur eigandi Geldingaholts II (landnr. 146030) og Geldingaholts, land 1 (landnr. 223292) um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til þess að breyta landamerkjum framangreindra jarða. Framlagðir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir erindinu. Númer uppdrátta er S-101 og S-104 í verki 7162-22, dags. 5. nóvember 2017. Skýringauppdrættir nr. S-102 og S-103 í verki 7162-22, dags. 5. nóvember 2017.
Einbýlishús, matshluti 01 með matsnúmerið 214-0429 mun áfram tilheyra Geldingaholti II (landnr. 146030).
Þrjú minkahús, matshluti 02 með matsnúmerið 214-0430, matshluti 03 með matsnúmerið 214-0431 og matshluti 04 með matsnúmerið 214-0432 sem nú tilheyrir Geldingaholti II (landnr. 146030) mun eftir breytinguna tilheyra Geldingaholti, land 1 (landnr. 223292)
Þá er sótt um að landið Geldingaholt, land 1 (landnr. 223292) fái heitið Geldingaholt 4.
Lögbýlaréttur sem nú tilheyrir Geldingaholti II (landnr. 146030) mun eftir breytinguna tilheyra Geldingaholti, 4 (landnr. 223292).Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Helgi Jóhann Sigurðsson kt.140257-5169, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður, landnúmer 145992 óskar eftir heimild til að stofna 8.384 m² spildu úr landi jarðarinnar. skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 779801 útg. 23. okt. 2017. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Óskað er eftir að nýstofnaða landið fái heitið „Reynistaður 2“,Engin fasteign er á umræddri spildu og mun lögbýlarétturinn áfram fylgja Reynistað, landnr. 145992. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Rúnar Már Grétarsson kt. 231272-5189 Iðutúni 16 á Sauðárkróki óskar heimildar til að breikka innkeyrslu að lóðinnin um 4 metra til norðurs. Meðfylgjandi gögn, dagsett 23. október gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti veitu- og framkvæmdasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Snævar Örn Jónsson kt 130488-4129 Sæmundargötu 11 á Sauðárkróki sækir um stækkun lóðarinnar Sæmundargata 11 til austurs. Samkvæmt Lóðarleigusamningi er lóðin 360 ferm. Samþykkt að úthluta stærri lóð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera nýtt lóðarblað og lóðarleigusamning og leggja fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Jens Kristinn Gíslason kt 241178-4989 sækir fh. Landsnets hf. um heimild til að deiliskipulaggja lóðina Reykjarhóll lóð, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs 66kV tengivirkis á lóðinni. Lóðin er í aðalskipulagi skilgreind iðnaðarlóð merkt I 5.2 á aðalskipulagsuppdrætti og hefur landnúmer 146062. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 58. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar
Bókun fundar 58. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Lagt fram til kynningar bréf frá Landsneti þar sem kynnt eru áform um jarðstrengslögn frá Varmahlíð til Sauðárkróks.
Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.