Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

361. fundur 29. nóvember 2017 kl. 10:00 - 12:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Umhverfis- og samgöngunefnd - 132

Málsnúmer 1711011FVakta málsnúmer

Fundargerð 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 132 Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar, kom á fund nefndarinnar og kynnti hugmyndir að nýjum slökkvibíl. Nefndin samþykkir af sinni hálfu kröfulýsingu slökkviliðsstjóra að nýjum slökkvibíl. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 132 Lögð var fram til kynningar skýrsla Samtaka iðnaðarins um ástand hafna.
    Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar greinargóða samantekt á stöðu íslenskra hafna og ítrekar mikilvægi þess að ríkissjóður tryggi aukið fjármagn í viðhald og nýframkvæmdir í höfnum landsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 132 Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir 397. og 398 fundar stjórnar Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 132 Lagt var fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni til Hafnasambands Íslands varðandi hafnarkanta. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 132 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra varðandi valdheimildir Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til að fjarlægja númerslausa bíla á einkalóðum. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál nr 65/2016.
    Úrskurðurinn staðfestir heimildir heilbrigðiseftirlita til að fjarlægja númerslausa bíla af einkalóðum út frá þeirri forsendu einni að bíllinn sé lýti á umhverfinu.
    Nefndin lýsir yfir ánægju með úrskurðinn sem skýrir valdheimildir heilbrigðisnefnda og leggur nefndin til að farið verði í samvinnu við heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra um eftirlit með númerslausum bílum á einkalóðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 132 Lagðar voru fram tilkynningar Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu vega af vegaskrá.
    Þeir vegir í Sveitarfélaginu Skagafirði sem fyrirhugað er að fella af vegaskrá eru;
    Hluti Laufskálavegar nr. 7790-01
    Brekkuvegur nr. 7685-01
    Húsabakkavegur nr. 7620-01
    Krithólsgerðisvegur nr. 7500-01
    Stekkjardalsvegur nr. 7637-01
    Neðri Ásvegur 3 nr. 7796-01
    Haganesvíkurvegur nr. 788-01

    Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir ítarlegri upplýsingum ásamt korti af vegum og veghlutum sem fyrirhugað er að leggja niður. Einnig mótmælir nefndin því að Haganesvíkurvegur nr 788-01 sé tekinn af vegaskrá þar sem íbúi er skráður með lögheimili á Efra-Haganesi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 132 Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun um upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs. Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 132 Lagt fram erindi frá íbúum Barmahlíðar 2, Skúla Bragasyni og Guðmundi Vilhelmssyni. Í erindinu kemur fram að íbúðarhús þeirra hafið notið útsýnis út á fjörðinn en geri það ekki lengur þar sem trjágróður í gilinu norðan við hús þeirra sé orðinn mjög hávaxin. Fara þeir þess á leit við sveitarstjórn að hæfilega verði grisjað þarna af þessum sökum.
    Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar erindið en bendir á að umrætt svæði sé hluti af skógrækt og útivistarsvæði íbúa sveitarfélagsins, ekki eru uppi áform um grisjun á þessu svæði að svo stöddu.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
    Afgreiðsla 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 132 Lögð voru fyrir fundinn drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra.
    Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 132. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

2.Fjárhagsáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1708039Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árin 2018-2022 lögð fram til fyrri umræðu. Sveitarstjóri, Ásta Björg Pálmadóttir kynnti fjárhagsáætlunina. Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2018-2022 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

3.Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017

Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer

Vísað frá 312. fundi skipulags- og byggingarnefndar 27. nóvember s.l. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Bókun skipulags- og byggingarnefndar:
Fyrir er lögð umsókn um breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi fyrir Skíðasvæðið í Tindastóli. Helstu breytingar sem gerðar eru frá fyrri gögnum eru að byggingarreitur skíðaskála er minkaður og drög gerð að byggingarskilmálum. Byggingarreitur fyrir aðstöðuskála felldur út og byggingarreitur fyrir áhaldahús minkaður. Þá er nánari grein gerð fyrir möstrum, hæð og frágangi. Lega efri lyftu nánar rökstudd. Ábending er frá Veðurstofunni um færslu á upphafsstöð nýju lyftunnar um 25-30 m til norðurs. Ekki er það gert að skilyrði og í gögnum Veðurstofunnar kemur fram að staðsetning lyftunnar standist viðmið eins og hún er teiknuð. Rökstuðningurinn fyrir því að færa ekki upphafsstöðina er að það styttir bilið milli nýju lyftunnar og núverandi lyftu. Færslan getur þess vegna skapað árekstrar- og slysahættu. Dagsetning framlagðra uppdrátta og greinargerðar er 24.11.2017 unnið hjá Stoð ehf verkfræðistofu, af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlögð gögn og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. Einar Einarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Framlögð umsókn um breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi fyrir Skíðasvæðið í Tindastóli borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.

4.Reglur um viðveruskráningu

Málsnúmer 1710187Vakta málsnúmer

Vísað frá 801. fundi byggðarráðs 23. nóvember til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram drög að reglum um viðveruskráningu allra starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar í viðverukerfið VinnuStund. Allir starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar munu nota viðverukerfið VinnuStund vegna allrar vinnu/verkefna á vegum sveitarfélagsins. Markmið með notkun VinnuStundar er að halda utan um viðveruskráningu og réttindi starfsmanna sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir framlögð drög."

Framlögð drög borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

5.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018

Málsnúmer 1711119Vakta málsnúmer

Vísað frá 800. fundi byggðarráðs 16. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018. 4. grein. Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 65.000 á árinu 2018. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2016. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 32.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2017 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks. 5. grein. Tekjumörk eru sem hér segir: Fyrir einstaklinga: a) með tekjur allt að 3.395.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 4.579.000 kr. enginn afsláttur. Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk: a) með tekjur allt að 4.419.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 5.983.000 kr. enginn afsláttur. Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur"

Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

6.Öldungaráð

Málsnúmer 1709133Vakta málsnúmer

Vísað frá 800. fundi byggðarráðs 16. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram drög að samþykkt fyrir starfsemi Öldungaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fyrir liggur bókun 249. fundar félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir framangreind drög að samþykkt fyrir starfsemi Öldungaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar með þeim breytingum sem gerðar voru á 249. fundi félags- og tómstundanefndar."

Framangreind drög borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

7.Nefndalaun 2017

Málsnúmer 1709134Vakta málsnúmer

Á byggðarráðsfundi 10.nóvember 2016 vísaði Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar því til sveitarstjórnar að hafna hækkun á launakjörum fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, sem gerði ráð fyrir 44% hækkun þingfararkaups sem kjararáð úrskurðaði um þann 29. október s.l. Sveitarstjórn samþykkti að hafna hækkun kjararáðs og fól byggðarráði að koma með aðra tillögu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til við sveitarstjórn að nefndarlaun sem bundin eru þingfarakaupi samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins hækki um 15% í stað 44%.

Tillaga byggðarráðs um hækkun nefndalauna um 15% borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

8.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 15

Málsnúmer 1711027FVakta málsnúmer

Fundargerð 15. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 15 Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við K-tak ehf. á grundvelli endurskoðaðs tilboðs um endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks. Byggingarnefnd samþykkir að vísa málinu til byggðarráðs til afgreiðslu. Bókun fundar Fundargerð 15. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

9.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 35

Málsnúmer 1711012FVakta málsnúmer

Fundargerð 35. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 35 Skólaakstur skólaárið 2017/2018 - út-Blönduhlíð. Samþykkt að deila kostnaði samkvæmt þeim útreikningum sem lágu fyrir fundinum. Sveitarfélögin greiða þann akstur sem snýr að þeirra nemendum eingöngu en deila akstri af sameiginlegum leiðum í samræmi við nemendafjölda. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 35 Farið yfir stöðu á viðhaldi á árinu 2017 á mannvirkjum í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. desember 2017 með níu atkvæðum.

10.Veitunefnd - 43

Málsnúmer 1711021FVakta málsnúmer

Fundargerð 43. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 43 Lögð var fyrir fundinn tillaga að gjaldskrám Skagafjarðarveitna fyrir árið 2018.
    Drögin gera ráð fyrir að gjaldskrá fyrir heitavatnsnotkun ásamt föstum gjöldum fyrir hemla og mæla hækki um 5% frá og með 1. janúar 2018. Tengigjöld haldast óbreytt.
    Gjöldin sem lagt er til að hækki að þessu sinni hafa hækkað um alls 3,5% síðan í júlí 2013. Síðan þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3%, byggingavísitala um 13,8% og launavísitala um 37,8%.

    Gert er ráð fyrir að gjaldskrá vatnsveitu hækki um 4,5% í samræmi við hækkun byggingavísitölu.

    Nefndin samþykkir tillögur að gjaldskrárbreytingum og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar veitunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 133

Málsnúmer 1711020FVakta málsnúmer

Fundargerð 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 11.1 1711225 Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2018
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 133 Lögð voru fyrir nefndina drög að gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2018. Almennt hækka gjalskrárliðir um 2,6% fyrir utan gjöld tengd afgreiðslu fragtskipa sem hækka til samræmis við gjaldskrár annarra hafna.
    Nefndin samþykkir drög að breyttri gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • 11.2 1711221 Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2018
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 133 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Svavari A. Birgissyni, slökkviliðsstjóra, varðandi gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2018.
    Í erindinu er lagt til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu muni hækka um 4 %. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni muni hækka um 3 %. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu muni hækka um 4 %.
    Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • 11.3 1711224 Sorpurðun og sorphirða - gjaldskrá 2018
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 133 Lögð var fyrir nefndina tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2018.
    Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%.
    Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • 11.4 1711223 Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2018
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 133 Lögð var fyrir nefndina tillaga að breyttri gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2018.
    Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%.
    Nefndin samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • 11.5 1711222 Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá 2018
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 133 Nefndin leggur til að gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa haldist óbreytt og vísar til Byggðarráðs til samþykktar. Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • 11.6 1711265 Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra
    Umhverfis- og samgöngunefnd - 133 Lögð voru fyrir fundinn drög að samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra. Nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin. Bókun fundar Sigríður Magnúsdóttir gerir tillögu um að vísa málinu til afgreiðslu byggðarráðs, samþykkt samhljóða.
    Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

12.Byggðarráð Skagafjarðar - 799

Málsnúmer 1711007FVakta málsnúmer

Fundargerð 799. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 799 Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu verkefnisins. Byggðarráð samþykkir að halda áfram með verkefnið og ganga til samninga á grundvelli þeirra gagna sem kynnt voru á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 799. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 799 Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði komu á fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Á næsta ári eru tuttugu ár frá sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði. Farið var yfir hugmyndir með hvaða hætti hægt væri að fagna þeim tímamótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 799. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 799 Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands vegna ágóðahlutagreiðslu 2017. Hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Sameignarsjóði EBÍ er 3.356% og greiðsla ársins þann 31.október til sveitarfélagsins verður þá 1.678.000,- Bókun fundar Afgreiðsla 799. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 799 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskaði eftir því við Fasteignasölu Sauðárkróks að auglýsa húsið að Suðurbraut 7 á Hofsósi til sölu fyrir sveitarfélagið. Lagt fram yfirlit um þau kauptilboð er bárust í Suðurbraut 7 á Hofsósi. Alls bárust 5 tilboð. Byggðarráð samþykkir að ganga að hæsta tilboði í fasteignina sem kom frá Pardus ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 799. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 799 Lagt fram til kynningar stöðuskýrsla verkefnisstjóra Arctic Coast Way eða Norðurstrandarleið, Christiane Stadler. Í skýrslunni kemur fram að verkefnið fer sístækkandi og eru nú alls 17 sveitarfélög tengd verkefninu. Bókun fundar Afgreiðsla 799. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 799 Lagt fram til kynningar fundargerð síðasta stjórnarfundar SSNV, dags. 7. nóvember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 799. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

13.Skipulags- og byggingarnefnd - 312

Málsnúmer 1711024FVakta málsnúmer

Fundargerð 312. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 312 Fyrir er lögð umsókn um breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi fyrir Skíðasvæðið í Tindastóli. Helstu breytingar sem gerðar eru frá fyrri gögnum eru að byggingarreitur skíðaskála er minkaður og drög gerð að byggingarskilmálum. Byggingarreitur fyrir aðstöðuskála felldur út og byggingarreitur fyrir áhaldahús minkaður. Þá er nánari grein gerð fyrir möstrum, hæð og frágangi. Lega efri lyftu nánar rökstudd. Ábending er frá Veðurstofunni um færslu á upphafsstöð nýju lyftunnar um 25-30 m til norðurs. Ekki er það gert að skilyrði og í gögnum Veðurstofunnar kemur fram að staðsetning lyftunnar standist viðmið eins og hún er teiknuð. Rökstuðningurinn fyrir því að færa ekki upphafsstöðina er að það styttir bilið milli nýju lyftunnar og núverandi lyftu. Færslan getur þess vegna skapað árekstrar- og slysahættu. Dagsetning framlagðra uppdrátta og greinargerðar er 24.11.2017 unnið hjá Stoð ehf verkfræðistofu, af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlögð gögn og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. Einar Einarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21
    Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 312 Á fundinn mættu undir þessum lið Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir. Farið var yfir verkefnið, næstu skref, og þá vinnu sem þegar er búin. Íbúafundur sem haldinn var miðvikudaginn 21. nóvember sl. var vel sóttur. Umræður voru málefnalegar og góðar og þakkar skipulags- og byggingarnefnd fundarmönnum áhugann á verkefninu og væntir góðs samstarfs með framhaldið.Samþykkt að sækja um styrk til Minjastofnunar til húsaskráningar á því svæði sem eftir er á skilgreindu svæði gamla bæjarins. Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 312 Fjárhagsáætlun vegna ársins 2018. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Heildarútgjöld 65.883.581 kr. Sundurliðast tekjur kr. 11.620.000.- gjöld kr. 77.503.581- Rekstrarniðurstaða -65.883.581 kr. Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun 09 til Byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 312 Með bréfi dagsettu 19.júní sl. sækir Andrés Geir Magnússon kt 250572-4849 fh, Litla grís ehf., kt. 660398-3179 um heimild fyrir byggingarreit á 2,95 ha. landsspildu sem sem stofnuð hefur verið úr landi jarðarinnar Helluland land landnúmer 202496. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Birni M. Árnasyni. Númer uppdráttar S01, verknúmer 740702 útgáfudagur 19. júní 2017. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 312 Hjördís Tobíasdóttir kt. 101256-4569 Geldingaholti I óskar heimildar til að láta rífa gamlan torfbæ að Geldingaholti I. Torfbærinn var sambyggður íbúðarhúsinu á jörðinni sem brann 30. nóvember 2016.
    Í umsögn Minjastofnunar um erindið kemur fram að Minjastofnun geri ekki athugasemdir við fyrirhugað niðurrif. Skilyrðum um uppmælingu og skráningu hússins hafi verið fullnægt og tryggt að elstu hlutar hússins varðveitist af Þjóðminjasafni Islands.Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 312 Með bréfi dagsettu 3. júlí 2017 og með vísan í fyrri skrif, óskar Gróa Björg Baldvinsdóttir hdl, fh. Skeljungs ehf. kt 590269-1749, eftir að gerður verði lóðarleigusamningur vegna lóðarinnar. Sveitarfélagið er lóðareigandi en Skeljungur
    ehf eigandi mannvirkja á lóðinni. Lóðin er skráð í Þjóðskrá 644 ferm. Samkvæmt nákvæmari mælingu af lóðinni er lóðarstærð 615,5 ferm. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 312 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 26. júní sl., þar sem þá var samþykkt stækkun lóðarinnar Smáragrund 1 Stöðvarhús í 15.963 fermetra, samkvæmt uppdráttum gerðum af Stoð ehf. Uppdrættirnir dagsettir 2. júní 2017. Landnúmer lóðar er 2229
    Í dag liggur fyrir ný umsókn dags. 2. október sl. þar sem Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 sækir f.h. Sleitustaðavirkjunar um aukna stækkun lóðarinnar Smáragrund 1 Stöðvarhús í 40.533 fermetra. Lóðarstækkunin er úr jörðinni Smáragrund 1 landnúmer 146494 og er Þorvaldur eigandi hennar.
    Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðinni stækkun. Númer uppdráttar er S05 í verki nr. 71272, dags. 3. október 2017.
    Óskað er eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Smáragrund 1, landnr. 146494. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146494. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 312 Hilmar Haukur Aadnegard kt. 031061-4829 og Hallfríður Guðleifsdóttir kt. 280467-3759, sækja um að fá úthlutað lóðinni númer 18 við Fellstún, landnúmer lóðar 222130. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 312 Málið áður á dagskrá nefndarinnar 13. September sl., þá bókað.
    „Málið áður á dagskrá nefndarinnar 3. ágúst sl., þá bókað. „Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 og Ragna F. Gunnarsdóttir kt. 100877-5039 sækja um tímabundið leyfi til að gera íbúð í hluta bílgeymslu að Víðihlíð 13. Í umsókn kemur fram að íbúðin yrði 24 ferm. og að í íbúðinni yrði 3,25 ferm baðherbergi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Rýmið getur ekki uppfyllt kröfur reglugerðar um íbúð.“ Fyrir liggur ný umsókn þar sem sótt er um að breyta helmingi bílskúrs í íbúðarrými til eigin nota. Farið er fram á að umsækjandi skili inn til byggingarfulltrúa tilskildum gögnum varðandi fyrirhugaða framkvæmd áður en erindið er afgreitt.“
    Í dag liggur fyrir aðaluppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni sem gerir grein fyrir umbeðnum breytingum. Uppdrátturinn er dagsettur 21.09.2016. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tímabundna breytta notkun til 1. janúar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 312. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

14.Skipulags- og byggingarnefnd - 311

Málsnúmer 1711017FVakta málsnúmer

Fundargerð 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Lagt er fyrir samkomulag um skil á lóðinni Iðutún 6 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Iðutún 6 er laus til umsóknar. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Lagt er fyrir samkomulag um riftun á lóðarleigusamningi milli annars vegar Sigurðar Eiríkssonar kt. 061156-5189 og Sveitarfélagsins vegna lóðarinnar Fellstún 18. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Fellstún 18 er laus til umsóknar. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Rúnar Númason kt. 130483-5349 og Valdís Hálfdánardóttir kt 270981-4889 sækja um heimild til að breyta notkun húseignarinnar Suðurbraut 7 á Hofsósi. Eignin er í dag skráð leikskólahúsnæði en mun verða breytt aftur í íbúðarhúsnæði. Einnig er sótt um nýja aðkomu að húsinu.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun. Skila þarf til byggingarfulltrúa nýjum aðaluppdráttum sem gera grein fyrir breytingum á húsi og lóð. Að því fengnu verður afstaða tekin til aðkomu að lóðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Helgi Hrannar Traustason kt. 0105855119 og Vala Kristín Ófeigsdóttir kt. 291187-2859 óska eftir að byggja við hús sitt Kirkjugötu 9 Hofsósi samkvæmt meðfylgjandi rissi. Lóðamörk koma fram á teikningu en samkvæmt þessari hugmynd fer viðbygging umtalsvert yfir á næstu lóð, Kirkjugötu 11. Erindinu hafnað eins og það er fyrirlagt. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Með umsókn dagsettri 6. nóvember 2017 sækir Sigurjón Tobíasson kt. 081244-5969 þinglýstur eigandi Geldingaholts II (landnr. 146030) og Geldingaholts, land 1 (landnr. 223292) um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til þess að breyta landamerkjum framangreindra jarða. Framlagðir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir erindinu. Númer uppdrátta er S-101 og S-104 í verki 7162-22, dags. 5. nóvember 2017. Skýringauppdrættir nr. S-102 og S-103 í verki 7162-22, dags. 5. nóvember 2017.
    Einbýlishús, matshluti 01 með matsnúmerið 214-0429 mun áfram tilheyra Geldingaholti II (landnr. 146030).
    Þrjú minkahús, matshluti 02 með matsnúmerið 214-0430, matshluti 03 með matsnúmerið 214-0431 og matshluti 04 með matsnúmerið 214-0432 sem nú tilheyrir Geldingaholti II (landnr. 146030) mun eftir breytinguna tilheyra Geldingaholti, land 1 (landnr. 223292)
    Þá er sótt um að landið Geldingaholt, land 1 (landnr. 223292) fái heitið Geldingaholt 4.
    Lögbýlaréttur sem nú tilheyrir Geldingaholti II (landnr. 146030) mun eftir breytinguna tilheyra Geldingaholti, 4 (landnr. 223292).Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Helgi Jóhann Sigurðsson kt.140257-5169, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður, landnúmer 145992 óskar eftir heimild til að stofna 8.384 m² spildu úr landi jarðarinnar. skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 779801 útg. 23. okt. 2017. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Óskað er eftir að nýstofnaða landið fái heitið „Reynistaður 2“,Engin fasteign er á umræddri spildu og mun lögbýlarétturinn áfram fylgja Reynistað, landnr. 145992. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Rúnar Már Grétarsson kt. 231272-5189 Iðutúni 16 á Sauðárkróki óskar heimildar til að breikka innkeyrslu að lóðinnin um 4 metra til norðurs. Meðfylgjandi gögn, dagsett 23. október gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti veitu- og framkvæmdasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Snævar Örn Jónsson kt 130488-4129 Sæmundargötu 11 á Sauðárkróki sækir um stækkun lóðarinnar Sæmundargata 11 til austurs. Samkvæmt Lóðarleigusamningi er lóðin 360 ferm. Samþykkt að úthluta stærri lóð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera nýtt lóðarblað og lóðarleigusamning og leggja fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Jens Kristinn Gíslason kt 241178-4989 sækir fh. Landsnets hf. um heimild til að deiliskipulaggja lóðina Reykjarhóll lóð, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs 66kV tengivirkis á lóðinni. Lóðin er í aðalskipulagi skilgreind iðnaðarlóð merkt I 5.2 á aðalskipulagsuppdrætti og hefur landnúmer 146062. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 58. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

    Bókun fundar 58. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 311 Lagt fram til kynningar bréf frá Landsneti þar sem kynnt eru áform um jarðstrengslögn frá Varmahlíð til Sauðárkróks.

    Bókun fundar Afgreiðsla 311. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

15.Félags- og tómstundanefnd - 248

Málsnúmer 1711019FVakta málsnúmer

Fundargerð 248. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Fjárhagsáætlun fyrir frístunda- og íþróttamál lögð fram til fyrri umræðu. Samþykkt að nefndarmenn og starfsmenn vinni áfram með áætlunina og leggi fyrir næsta fund og síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti tillögu að sumaropnun sundlauga í sveitarfélaginu frá 1. júní til 26. ágúst 2018. Lagt er til að vetraropnun verði óbreytt frá því sem nú er. Tillagan samþykkt. Opnunartími verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Lögð fram tillaga að opnun íþróttamannvirkja yfir jól og áramót 2017-2018. Nefndin samþykkir tillöguna. Opnunartími verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Fjárhagsáætlun fyrir almenna og sértæka félagsþjónustu lögð fram til fyrri umræðu. Lagt er til að nefndarmenn og starfsmenn vinni áfram með áætlunina og leggi fyrir næsta fund og síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Nefndin samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128 ? 1 með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2018 verður gjald fyrir hverja klukkustund 2.989 kr. en var 2.868 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Þessar viðmiðunarupphæðir verða endurreiknaðar um áramót þegar greiðslur Tryggingastofnunar hafa verið ákveðnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar 2018 eru 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvembermánuði 2017 (217.208 kr) og hækki úr 161.643 kr í 178.110 kr. á mánuði frá og með 1.1.2018. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

16.Félags- og tómstundanefnd - 247

Málsnúmer 1711006FVakta málsnúmer

Fundargerð 247. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Bjarki Tryggvason, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Bjarni Jónsson og Ásta Björg Pálmadóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Á fundinn kom Arnrún Halla Arnórsdóttir, formaður stjórnar UMSS og kynnti þá vinnu sem er í gangi og miðar að því að uppfæra og endurskoða samninginn á milli sambandsins og sveitarfélagsins. Markmið endurskoðunarinnar er að auka gagnsæi í fjárveitingum til íþróttaiðkana, skýra ramma samstarfsins og efla íþróttastarf almennt í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Lögð var fram tillaga um hjólabrettagarð á svæði sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki. Áætlaður kostnaður við framvkæmdina eru 6 milljónir króna. Á fjárhagsáætlun þessa árs var gert ráð fyrir þeim fjármunum. Haft hefur verið samráð við þá aðila sem sendu inn ósk um slíkan hjólabrettagarð um útfærslu garðsins. Félags- og tómstundanefnd fagnar því að framkvæmdin skuli vera í augsýn og samþykkir málið fyrir sitt leyti. Erindinu vísað til byggðarráðs og jafnframt er óskað eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Lagt fram erindi frá Rótarýklúbbi Sauðárkróks um afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna árlegs jólahlaðborðs klúbbsins sem að þessu sinni verður haldið 2. desember n.k.. Nefndin samþykkir að klúbburinn fái endurgjaldslaus afnot af húsinu vegna þessa. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti fyrirhugað Landsmót UMFÍ, sem haldið verður í Sveitarfélaginu Skagafirði, í júlí 2018. Landsmótið er með breyttu sniði þar sem 50 landsmótið verður sameinað hefðbundnu landsmóti. Málið verður áfram til kynningar innan nefndarinnar eftir því sem skipulagningu þess vindur fram. Samhliða verður meistaramót FRÍ (Frjálsíþróttasamband Íslands) haldið í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti beiðni sem send hefur verið sveitarfélaginu um hoppubelg sunnan sundlaugarinnar á Sauðárkróki, líkt og gert hefur verið á Hofsósi og í Varmahlíð. Nefndin samþykkir að kanna málið með jákvæðum huga og óskar eftir að það verði skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Rætt um reglur um úthlutun úr afrekssjóði sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir að reglurnar verði endurskoðaðar og lagðar aftur fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • 16.7 1709133 Öldungaráð
    Félags- og tómstundanefnd - 247 Lögð fram drög að samþykkt fyrir starfsemi Öldungaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fyrir liggja ábendingar frá Félagi eldri borgara í Skagafirði. Nefndin fellst á ábendingu félagsins um 3. grein en ekki 4. grein. Nefndin samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Lagt fram erindi frá byggðarráði þar sem óskað er eftir umsögn um drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra. Nefndin gerir engar athugasemdir við drögin.Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Lögð fram umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi. Um er að ræða tvær konur sem vilja starfrækja daggæslu í heimahúsi (sjá næsta málslið) með plássi fyrir samanlagt 8 börn. Öll gögn fyrirliggjandi samkvæmt reglugerð. Samþykkt að veita Margréti Evu Ásgeirsdóttur, Laugatúni 15, bráðabirgðaleyfi fyrir fjórum börnum til eins árs. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Lögð fram umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi. Um er að ræða tvær konur sem vilja starfrækja daggæslu í heimahúsi (sjá fyrri málslið) með plássi fyrir samanlagt 8 börn. Öll gögn fyrirliggjandi samkvæmt reglugerð. Samþykkt að veita Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur, bráðabirgðaleyfi fyrir fjórum börnum til eins árs að Laugatúni 15 í samstarfi við Margréti Evu Ásgeirsdóttur. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 247 Samþykktar voru fjórar umsóknir um fjárhagsaðstoð og ein umsókn um undanþágu frá reglum um búsetuskilyrði, skv. reglum um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði. Sjá trúnaðarbók. Nefndin óskar eftir því að á næsta fundi hennar verði lagður fram listi yfir styrki sem veittir hafa verið á árinu 2017, greint niður á kennitölur. Bókun fundar Afgreiðsla 247. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

17.Fræðslunefnd - 125

Málsnúmer 1711018FVakta málsnúmer

Fundargerð 125. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 125 Að fengnum tillögum leikskólastjóra leggur sviðsstjóri til að leikskólarnir í Skagafirði verði lokaðir sem hér segir sumarið 2018.
    Birkilundur 9. júlí - 10. ágúst
    Tröllaborg 2. júlí - 3. ágúst
    Ársalir 16. júlí - 3. ágúst. Áður hafði verið samþykkt að Ársalir yrðu lokaðir vikuna 4.- 8. júní vegna námsferðar starfsfólks.Þrír af fimm dögum námsferðarinnar eru starfsdagar.
    Nefndin samþykkir tillöguna. Sigurjón Þórðarson, fulltrúi Skagafjarðarlista óskar eftir að sitja hjá við afgreiðsluna.
    Bókun fundar Gréta Söfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Verið er að fjalla um verulega breytingu á þjónustu við foreldra barna sem eru í Ársölum, sem getur haft áhrif á atvinnulífið. Ekki er séð að leitað hafi verið eftir umsögn foreldraráðs vegna þessa eða farið fram kynning til foreldra eða gerð könnun á viðhorfi þeirra til þessara breytinga. Mikilvægt er að hafa foreldra með í ráðum og leitað sé samráðs. Undirrituð munu sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Skagafjarðarlista og Bjarni Jónsson Vinstri Græn og óháð."

    Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 125 Lagt er til að gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar hækki um 3.5% frá og með 1. janúar 2018.
    Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs og seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 125 Félags- og tómstundanefnd óskar eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur áherslu á að lóð skólans verði skipulögð með heildarhagsmuni skólans og íþróttahússins í huga. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 125 Beiðni um fund vegna húsnæðismála leik- og grunnskóla í framhluta Skagafjarðar.
    Nefndin leggur til að boðað verði til sameiginlegs fundar fræðslunefndar og samstarfsnefndar með fulltrúum foreldrafélaga Birkilundar og Varmahlíðarskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 125 Lagt er til að gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar hækki um 3.5% frá og með 1. janúar 2018.
    Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs og seinni umræðu fjárhagsáætlunar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 125 Rammi fyrir fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir 2018 lagður fram og ræddur.
    Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir að skólahaldi á Sólgörðum verði hætt frá og með næsta skólaári vegna fækkunar nemenda.
    Nefndin felur starfsmönnum fræðsluþjónustu að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.
    Málinu vísað til byggðarráðs og seinni umræðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

18.Fræðslunefnd - 124

Málsnúmer 1711004FVakta málsnúmer

Fundargerð 124. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 124 Síðast liðin ár hefur fræðslunefnd lagt til við sveitarstjórn aukinn opnunartíma yfir sumarið í Ársölum á Sauðárkróki, annars vegar að einungis sé lokað í tvær vikur á sumri og hins vegar að hann sé opinn allan sumarleyfistímann. Þetta hefur verið gert í þeirri viðleitni að koma betur til móts við óskir foreldra. Í ljósi þess fjölda barna sem nýta sér leikskólann seinni hluta júlímánaðar og í fyrstu viku ágúst þykir nefndinni ekki ástæða til að leggja til að leikskólinn verði opinn eins og verið hefur, heldur fari að dæmi flestra sveitarfélaga í landinu og loki í fjórar vikur yfir sumartímann. Fleiri ástæður liggja að baki þeirri tillögu, eins og t.d. erfiðleikar við að manna leikskólann með fullnægjandi hætti yfir þessa mánuði og einnig er allt árlegt viðhald húsnæðis og lóðar erfiðleikum bundið þegar skólinn er opinn.
    Fræðslunefnd leggur því til að leikskólinn Ársalir verði lokaður í fjórar vikur sumarið 2018. Þegar hefur verið ákveðið að hann verði lokaður í eina viku, þ.e. frá 4.-8. júní vegna námsferðar starfsfólks en auk þess verði hann lokaður þrjár vikur í júlí-ágúst.
    Á næsta fundi nefndarinnar verður tekin ákvörðun um dagsetningar lokana í öllum leikskólum Skagafjarðar. Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum.
    Sigurjón Þórðarson, fulltrúi Skagafjarðarlistans, greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað að ekki hafi farið fram nein kynning á fyrirhugaðri lokun í fjórar vikur. Það er fyrirséð að lokunin mun kalla á óánægju foreldra og atvinnulífsins.
    Bókun fundar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Mikilvægt er að hafa foreldra með í ráðum þegar gerð er breyting á skólastarfi og leitað sé samráðs, því er lagt til að ákvörðun verði ekki tekin fyrr en viðhorf foreldra liggi fyrir ásamt umsögn foreldraráðs Ársala.

    Tillagan borin upp til afgreiðslu, og felld með 7 atkvæðum gegn 2. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann hafi greitt atkvæði með tillögunni.

    Afgreiðsla 124. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.
  • Fræðslunefnd - 124 Í ljósi bókunar hér á undan samþykkir fræðslunefnd að samfellt frí leikskólabarna verði þrjár vikur í stað fjögurra að þessu sinni. Engu að síður telur fræðslunefnd æskilegt að börn fái samfellt frí í að lágmarki fjórar vikur yfir sumartímann.
    Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.
  • Fræðslunefnd - 124 Lagt fram erindi frá Félagi stjórnenda í leikskólum þar sem lýst er áhyggjum af stöðu barna í leikskólum, meðal annars vegna of lítils rýmis, fjölda barna í hóp og lengd dvalartíma eins og niðurstöður skýrslu OECD „Starting strong“ sýna.
    Samkvæmt skýrslu OECD eiga Íslendingar met í dvalartíma nemenda, bæði í klukkutímum á dag og fjölda daga á ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 124 Eins og kynnt var á síðasta fundi nefndarinnar renna samningar um skólaakstur út í lok maí 2018. Nefndin samþykkir að leggja til að skólaakstur verði boðinn út að nýju. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 124 Sviðsstjóri kynnti vinnu við fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 124 Sjá trúnaðarbók Bókun fundar Trúnaðarbók fræðslunefndar.

19.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51

Málsnúmer 1711025FVakta málsnúmer

Fundargerð 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Tekið fyrir erindi frá Karlakórnum Heimi varðandi ósk um vinnframlag safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga til handritsgerðar heimildamyndar um kórinn í tilefni 90 ára afmælis hans.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir vinnuframlag safnstjóra að því marki sem safnstjórinn telur sig hafa svigrúm fyrir til verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 (menningarmál) á árinu 2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 (atvinnumál) á árinu 2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnastjóri kynnti 2. áfangaskýrslu Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) og það sem fram hefur farið á vegum verkefnisins á undanförnum vikum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem fram hefur farið og bindur miklar vonir við verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Lagt fram til kynningar erindi frá SAF um vörugjöld bílaleigubíla og skoðun á skattbyrði bílaleigufyrirtækja. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

20.Byggðarráð Skagafjarðar - 802

Málsnúmer 1711026FVakta málsnúmer

Fundargerð 802. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 802 Lögð fram fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árin 2018-2022.
    Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 Fjárhagsáætlun 2018-2022. Samþykkt samhljóða.

21.Byggðarráð Skagafjarðar - 801

Málsnúmer 1711023FVakta málsnúmer

Fundargerð 801. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Lögð fram frá Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju beiðni um fjárframlög á árinu 2018 vegna stækkunar á kirkjugarði Sauðárkrókssóknar.Ingimar Jóhannsson og Pétur Pétursson frá Sauðárkrókskirkju ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu-og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Samkvæmt kostnaðaráætlun eru fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2018 áætlaðar um 6,9 milljónir króna. Áætlaður hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdinni er 1,6 milljónir króna.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 801. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. september s.l. að fela slökkviliðsstjóra að vinna að þarfagreiningu vegna kaupa á nýjum slökkvibíl á þeim grunni sem kynntur var. Byggðarráð óskaði einnig eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd sem samþykkti af sinni hálfu kröfulýsingu slökkviliðsstjóra að nýjum slökkvibíl.
    Lögð voru fram tvö tilboð, annað frá Óslandi ehf. og hitt frá Ólafi Gíslasyni & Co. Undir þessum dagskrárlið sat Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri fundinn.
    Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Ólafs Gíslasonar & Co. í slökkvibifreið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 801. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 16.nóvember 2017 með beiðni um tilnefningar fulltrúa í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið Þjórsárver í samræmi við auglýsingu nr. 870/2017. Með vísan til 15.gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er óskað eftir að tilnefnd séu bæði karl og kona svo unnt sé að skipa nefndina í samræmi við markmið umræddra laga.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að tilnefna Sigríði Magnúsdóttur og Viggó Jónsson í nefndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 801. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Lögð fram drög að reglum um viðveruskráningu allra starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar í viðverukerfið VinnuStund. Allir starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar munu nota viðverukerfið VinnuStund vegna allrar vinnu/verkefna á vegum sveitarfélagsins. Markmið með notkun VinnuStundar er að halda utan um viðveruskráningu og réttindi starfsmanna sveitarfélagsins.
    Byggðarráð samþykkir framlögð drög.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 Reglur um viðveruskráningu. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Farið yfir fjárhagsáætlun 2018-2021. Bókun fundar Afgreiðsla 801. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

22.Byggðarráð Skagafjarðar - 800

Málsnúmer 1711015FVakta málsnúmer

Fundargerð 800. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 800 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn dags. 01.11.2017 frá Þorvaldi Steingrímssyni kt. 080359-3739, Aðalgötu 12 550 Sauðárkróki, f.h. Krókaleiðir ehf, kt. 680403-2360, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Reykjarhólsvegi 2a fastnr.229-7144, 4 gestir.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 800. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 800 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn dags. 01.11.2017 frá Þorvaldi Steingrímssyni kt. 080359-3739, Aðalgötu 12 550 Sauðárkróki, f.h. Krókaleiðir ehf, kt. 680403-2360, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Reykjarhólsvegi 2b fastnr.229-7145, 4 gestir.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 800. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 800 Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, Birni Líndal, dagsettur 14.september 2017, þar sem segir að stjórn SSNV hafi falið honum að skoða möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

    Óskað er eftir því að sveitarfélög landshlutans taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi því að til verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin og sé svo, veiti þau umsögn um meðfylgjandi drög að slíkri samþykkt fyrir lok október n.k.

    Meðfylgjandi drög er byggð á reglugerð um lögreglusamþykktir, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1127-2007, meðfylgjandi drög taka einnig að auki á nokkrum atriðum s.s. þeim sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna til landsins.

    Byggðarráð óskaði eftir umsögn frá félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnu- menningar og kynningarnefnd. Þær umsagnir liggja fyrir frá nefndum án athugasemda.

    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 800. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 800
    Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. október 2017 frá SSNV varðandi skýrslu um endurskoðun á rekstri innanlandsflugvalla á Íslandi.

    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við að í skýrslunni um endurskoðun á rekstri flugvalla á Íslandi sé Alexandersflugvöllur ekki talinn með í upptalningu áætlunarflugvalla sem í skoðun eru og fer fram á að þetta verði leiðrétt.
    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur um árabil barist fyrir reglubundnu áætlunarflugi til og frá Skagafirði og nú er svo komið að ríkisvaldið hefur ákveðið að styrkja áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli frá og með 1. desember n.k.
    Það verður því að teljast afar sérstakt að á sama tíma og reglubundið áætlunarflug sé að hefjast til og frá Alexandersflugvelli sé völlurinn ekki tekinn með í heildarendurskoðun á rekstri innanlandsflugvalla.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson geri tillögu um að sveitarstjórn geri bókun byggðarráðs að sinni, sem hljóðar eftirfarandi.

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við að í skýrslunni um endurskoðun á rekstri flugvalla á Íslandi sé Alexandersflugvöllur ekki talinn með í upptalningu áætlunarflugvalla sem í skoðun eru og fer fram á að þetta verði leiðrétt. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur um árabil barist fyrir reglubundnu áætlunarflugi til og frá Skagafirði og nú er svo komið að ríkisvaldið hefur ákveðið að styrkja áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli frá og með 1. desember n.k. Það verður því að teljast afar sérstakt að á sama tíma og reglubundið áætlunarflug sé að hefjast til og frá Alexandersflugvelli sé völlurinn ekki tekinn með í heildarendurskoðun.

    Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 800. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 800 Lögð fram bókun 249. fundar félags- og tómstundanefndar varðandi hjólabrettagarð á svæði sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina eru 6 milljónir króna. Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir þeim fjármunum.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við staðsetningu hjólabrettagarðsins að fengnum jákvæðum umsögnum sem óskað hefur verið eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 800. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • 22.6 1709133 Öldungaráð
    Byggðarráð Skagafjarðar - 800 Lögð fram drög að samþykkt fyrir starfsemi Öldungaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fyrir liggur bókun 249. fundar félags- og tómstundanefndar.
    Byggðarráð samþykkir framangreind drög að samþykkt fyrir starfsemi Öldungaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar með þeim breytingum sem gerðar voru á 249. fundi félags- og tómstundanefndar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 Öldungaráð. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 800 Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018.

    4. grein. Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 65.000 á árinu 2018. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2016. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 32.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2017 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

    5. grein. Tekjumörk eru sem hér segir:
    Fyrir einstaklinga: a) með tekjur allt að 3.395.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 4.579.000 kr. enginn afsláttur. Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk: a) með tekjur allt að 4.419.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 5.983.000 kr. enginn afsláttur.
    Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 800 Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstur sveitarfélagsins árið 2018.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan fjárhagsramma og vísar honum til viðkomandi nefnda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 800. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 800 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 1. nóvember 2017 frá Þjóðskrá Íslands varðandi leiðrétt fasteignamat 2018 á sumarhúsum og óbyggðum sumarhúsalóðum. Bókun fundar Afgreiðsla 800. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 800 Lögð fram til kynningar útkomuspá rekstrar sveitarfélagsins á árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 800. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 12:05.