Fræðslunefnd - 125
Málsnúmer 1711018F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 361. fundur - 29.11.2017
Fundargerð 125. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 125 Að fengnum tillögum leikskólastjóra leggur sviðsstjóri til að leikskólarnir í Skagafirði verði lokaðir sem hér segir sumarið 2018.
Birkilundur 9. júlí - 10. ágúst
Tröllaborg 2. júlí - 3. ágúst
Ársalir 16. júlí - 3. ágúst. Áður hafði verið samþykkt að Ársalir yrðu lokaðir vikuna 4.- 8. júní vegna námsferðar starfsfólks.Þrír af fimm dögum námsferðarinnar eru starfsdagar.
Nefndin samþykkir tillöguna. Sigurjón Þórðarson, fulltrúi Skagafjarðarlista óskar eftir að sitja hjá við afgreiðsluna.
Bókun fundar Gréta Söfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Verið er að fjalla um verulega breytingu á þjónustu við foreldra barna sem eru í Ársölum, sem getur haft áhrif á atvinnulífið. Ekki er séð að leitað hafi verið eftir umsögn foreldraráðs vegna þessa eða farið fram kynning til foreldra eða gerð könnun á viðhorfi þeirra til þessara breytinga. Mikilvægt er að hafa foreldra með í ráðum og leitað sé samráðs. Undirrituð munu sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Skagafjarðarlista og Bjarni Jónsson Vinstri Græn og óháð."
Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með sjö atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 125 Lagt er til að gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar hækki um 3.5% frá og með 1. janúar 2018.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs og seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 125 Félags- og tómstundanefnd óskar eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur áherslu á að lóð skólans verði skipulögð með heildarhagsmuni skólans og íþróttahússins í huga. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 125 Beiðni um fund vegna húsnæðismála leik- og grunnskóla í framhluta Skagafjarðar.
Nefndin leggur til að boðað verði til sameiginlegs fundar fræðslunefndar og samstarfsnefndar með fulltrúum foreldrafélaga Birkilundar og Varmahlíðarskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 125 Lagt er til að gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar hækki um 3.5% frá og með 1. janúar 2018.
Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs og seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 125 Rammi fyrir fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir 2018 lagður fram og ræddur.
Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir að skólahaldi á Sólgörðum verði hætt frá og með næsta skólaári vegna fækkunar nemenda.
Nefndin felur starfsmönnum fræðsluþjónustu að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar.
Málinu vísað til byggðarráðs og seinni umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar fræðslunefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.