Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 248

Málsnúmer 1711019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 361. fundur - 29.11.2017

Fundargerð 248. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Fjárhagsáætlun fyrir frístunda- og íþróttamál lögð fram til fyrri umræðu. Samþykkt að nefndarmenn og starfsmenn vinni áfram með áætlunina og leggi fyrir næsta fund og síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti tillögu að sumaropnun sundlauga í sveitarfélaginu frá 1. júní til 26. ágúst 2018. Lagt er til að vetraropnun verði óbreytt frá því sem nú er. Tillagan samþykkt. Opnunartími verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Lögð fram tillaga að opnun íþróttamannvirkja yfir jól og áramót 2017-2018. Nefndin samþykkir tillöguna. Opnunartími verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Fjárhagsáætlun fyrir almenna og sértæka félagsþjónustu lögð fram til fyrri umræðu. Lagt er til að nefndarmenn og starfsmenn vinni áfram með áætlunina og leggi fyrir næsta fund og síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Nefndin samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128 ? 1 með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2018 verður gjald fyrir hverja klukkustund 2.989 kr. en var 2.868 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Þessar viðmiðunarupphæðir verða endurreiknaðar um áramót þegar greiðslur Tryggingastofnunar hafa verið ákveðnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 248 Viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar 2018 eru 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvembermánuði 2017 (217.208 kr) og hækki úr 161.643 kr í 178.110 kr. á mánuði frá og með 1.1.2018. Bókun fundar Afgreiðsla 248. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.