Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 801

Málsnúmer 1711023F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 361. fundur - 29.11.2017

Fundargerð 801. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Lögð fram frá Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju beiðni um fjárframlög á árinu 2018 vegna stækkunar á kirkjugarði Sauðárkrókssóknar.Ingimar Jóhannsson og Pétur Pétursson frá Sauðárkrókskirkju ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu-og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Samkvæmt kostnaðaráætlun eru fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2018 áætlaðar um 6,9 milljónir króna. Áætlaður hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdinni er 1,6 milljónir króna.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 801. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. september s.l. að fela slökkviliðsstjóra að vinna að þarfagreiningu vegna kaupa á nýjum slökkvibíl á þeim grunni sem kynntur var. Byggðarráð óskaði einnig eftir umsögn frá umhverfis- og samgöngunefnd sem samþykkti af sinni hálfu kröfulýsingu slökkviliðsstjóra að nýjum slökkvibíl.
    Lögð voru fram tvö tilboð, annað frá Óslandi ehf. og hitt frá Ólafi Gíslasyni & Co. Undir þessum dagskrárlið sat Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri fundinn.
    Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Ólafs Gíslasonar & Co. í slökkvibifreið fyrir Brunavarnir Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 801. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 16.nóvember 2017 með beiðni um tilnefningar fulltrúa í ráðgjafanefnd fyrir friðlandið Þjórsárver í samræmi við auglýsingu nr. 870/2017. Með vísan til 15.gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er óskað eftir að tilnefnd séu bæði karl og kona svo unnt sé að skipa nefndina í samræmi við markmið umræddra laga.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að tilnefna Sigríði Magnúsdóttur og Viggó Jónsson í nefndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 801. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Lögð fram drög að reglum um viðveruskráningu allra starfsmanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar í viðverukerfið VinnuStund. Allir starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar munu nota viðverukerfið VinnuStund vegna allrar vinnu/verkefna á vegum sveitarfélagsins. Markmið með notkun VinnuStundar er að halda utan um viðveruskráningu og réttindi starfsmanna sveitarfélagsins.
    Byggðarráð samþykkir framlögð drög.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 Reglur um viðveruskráningu. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 801 Farið yfir fjárhagsáætlun 2018-2021. Bókun fundar Afgreiðsla 801. fundar byggðarráðs staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.