Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51

Málsnúmer 1711025F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 361. fundur - 29.11.2017

Fundargerð 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 360. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Tekið fyrir erindi frá Karlakórnum Heimi varðandi ósk um vinnframlag safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga til handritsgerðar heimildamyndar um kórinn í tilefni 90 ára afmælis hans.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir vinnuframlag safnstjóra að því marki sem safnstjórinn telur sig hafa svigrúm fyrir til verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 (menningarmál) á árinu 2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 (atvinnumál) á árinu 2018. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnastjóri kynnti 2. áfangaskýrslu Norðurstrandarleiðar (Arctic Coast Way) og það sem fram hefur farið á vegum verkefnisins á undanförnum vikum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem fram hefur farið og bindur miklar vonir við verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 51 Lagt fram til kynningar erindi frá SAF um vörugjöld bílaleigubíla og skoðun á skattbyrði bílaleigufyrirtækja. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 361. fundi sveitarstjórnar 29. nóvember 2017 með níu atkvæðum.