Fara í efni

Samningur Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1711054

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 53. fundur - 21.12.2017

Undir þessum dagskrárlið kom Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga til fundarins.
Í 3. gr. laga um Þjóðminjasafn Íslands segir. „Hlutverk Þjóðminjasafns Íslands er að stuðla sem best að varðveislu íslenskra menningarminja og miðla sögu þjóðarinnar.“
Í sveitarstjórnarlögum er hins vegar ekki að finna lagaskyldu sveitarfélaga til að reka sýningu, s.s. í Glaumbæ. Þrátt fyrir það hefur Sveitarfélagið Skagafjörður lagt sig fram um og sýnt mikinn metnað í að standa vel að varðveislu og sýningum á menningararfinum og hefur fullan hug á að svo verði gert áfram.
Í ljósi framansagðs telur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mikilvægt að viðræður um afnot af torfbænum í Glaumbæ snúist um nettó afkomu af rekstri sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ, en ekki um hlutföll af brúttó innkomu.
Í því sambandi er nærtækt að líta til samnings Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands um rekstur og umsjón Víðimýrarkirkju, þar sem rekstrarafgangur, ef einhver er, gengur til meiriháttar viðhalds kirkju og húsa á Víðimýri eða annarra húsa í húsasafni Þjóðminjasafns í Skagafirði.
Þar sem starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ er bæði í torfbænum, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins, og Áshúsi og Gilsstofu, sem eru í eigu Byggðasafns Skagfirðinga, er eðlilegt að litið verði til þess að rekstrarafgangi af starfseminni í Glaumbæ, ef einhver er, verði hlutfallslega skipt á milli beggja aðila til uppbyggingar starfsemi þeirra og húsa í húsasafni í Skagafirði.
Nefndin felur starfsmönnum sínum að útfæra fyrirliggjandi samningsdrög í þessa veru og senda Þjóðminjasafni Íslands til skoðunar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 64. fundur - 01.04.2019

Lagður fram samstarfssamningur Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um afnot og varðveislu Glaumbæjar og Víðimýrarkirkju í Skagafirði.
Inga Katrín vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og fagnar því að kominn sé á samningur milli Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands.