Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Styrkbeiðni vegna jólabarnaballs
Málsnúmer 1712184Vakta málsnúmer
2.Styrkbeiðni vegna jólaballs
Málsnúmer 1712183Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Kvenfélagi Staðarhrepps þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlegt jólabarnaball félagsins.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til kvenfélagsins að upphæð kr. 45.000,- sem tekin skal af lið 05713.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til kvenfélagsins að upphæð kr. 45.000,- sem tekin skal af lið 05713.
3.Samstarfshópur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði
Málsnúmer 1712185Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að setja á fót sérstakan samstarfshóp til að fylgja m.a. eftir aðgerðum til eflingar ferðaþjónustu í Skagafirði sem fram komu í skýrslu um stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2016-2020. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar sitji Gunnsteinn Björnsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir í hópnum en óskar um leið eftir tilnefningu þriggja fulltrúa frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Leitast skal við að val fulltrúa endurspegli fjölbreytni ferðaþjónustunnar og starfsemi hennar vítt og breytt um héraðið.
4.Samningur Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1711054Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið kom Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga til fundarins.
Í 3. gr. laga um Þjóðminjasafn Íslands segir. „Hlutverk Þjóðminjasafns Íslands er að stuðla sem best að varðveislu íslenskra menningarminja og miðla sögu þjóðarinnar.“
Í sveitarstjórnarlögum er hins vegar ekki að finna lagaskyldu sveitarfélaga til að reka sýningu, s.s. í Glaumbæ. Þrátt fyrir það hefur Sveitarfélagið Skagafjörður lagt sig fram um og sýnt mikinn metnað í að standa vel að varðveislu og sýningum á menningararfinum og hefur fullan hug á að svo verði gert áfram.
Í ljósi framansagðs telur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mikilvægt að viðræður um afnot af torfbænum í Glaumbæ snúist um nettó afkomu af rekstri sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ, en ekki um hlutföll af brúttó innkomu.
Í því sambandi er nærtækt að líta til samnings Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands um rekstur og umsjón Víðimýrarkirkju, þar sem rekstrarafgangur, ef einhver er, gengur til meiriháttar viðhalds kirkju og húsa á Víðimýri eða annarra húsa í húsasafni Þjóðminjasafns í Skagafirði.
Þar sem starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ er bæði í torfbænum, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins, og Áshúsi og Gilsstofu, sem eru í eigu Byggðasafns Skagfirðinga, er eðlilegt að litið verði til þess að rekstrarafgangi af starfseminni í Glaumbæ, ef einhver er, verði hlutfallslega skipt á milli beggja aðila til uppbyggingar starfsemi þeirra og húsa í húsasafni í Skagafirði.
Nefndin felur starfsmönnum sínum að útfæra fyrirliggjandi samningsdrög í þessa veru og senda Þjóðminjasafni Íslands til skoðunar.
Í 3. gr. laga um Þjóðminjasafn Íslands segir. „Hlutverk Þjóðminjasafns Íslands er að stuðla sem best að varðveislu íslenskra menningarminja og miðla sögu þjóðarinnar.“
Í sveitarstjórnarlögum er hins vegar ekki að finna lagaskyldu sveitarfélaga til að reka sýningu, s.s. í Glaumbæ. Þrátt fyrir það hefur Sveitarfélagið Skagafjörður lagt sig fram um og sýnt mikinn metnað í að standa vel að varðveislu og sýningum á menningararfinum og hefur fullan hug á að svo verði gert áfram.
Í ljósi framansagðs telur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mikilvægt að viðræður um afnot af torfbænum í Glaumbæ snúist um nettó afkomu af rekstri sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ, en ekki um hlutföll af brúttó innkomu.
Í því sambandi er nærtækt að líta til samnings Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands um rekstur og umsjón Víðimýrarkirkju, þar sem rekstrarafgangur, ef einhver er, gengur til meiriháttar viðhalds kirkju og húsa á Víðimýri eða annarra húsa í húsasafni Þjóðminjasafns í Skagafirði.
Þar sem starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ er bæði í torfbænum, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins, og Áshúsi og Gilsstofu, sem eru í eigu Byggðasafns Skagfirðinga, er eðlilegt að litið verði til þess að rekstrarafgangi af starfseminni í Glaumbæ, ef einhver er, verði hlutfallslega skipt á milli beggja aðila til uppbyggingar starfsemi þeirra og húsa í húsasafni í Skagafirði.
Nefndin felur starfsmönnum sínum að útfæra fyrirliggjandi samningsdrög í þessa veru og senda Þjóðminjasafni Íslands til skoðunar.
Fundi slitið - kl. 13:30.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til klúbbanna að upphæð kr. 50.000,- sem tekin skal af lið 05713.