Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. október 2017 frá SSNV varðandi skýrslu um endurskoðun á rekstri innanlandsflugvalla á Íslandi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við að í skýrslunni um endurskoðun á rekstri flugvalla á Íslandi sé Alexandersflugvöllur ekki talinn með í upptalningu áætlunarflugvalla sem í skoðun eru og fer fram á að þetta verði leiðrétt. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur um árabil barist fyrir reglubundnu áætlunarflugi til og frá Skagafirði og nú er svo komið að ríkisvaldið hefur ákveðið að styrkja áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli frá og með 1. desember n.k. Það verður því að teljast afar sérstakt að á sama tíma og reglubundið áætlunarflug sé að hefjast til og frá Alexandersflugvelli sé völlurinn ekki tekinn með í heildarendurskoðun á rekstri innanlandsflugvalla.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. október 2017 frá SSNV varðandi skýrslu um endurskoðun á rekstri innanlandsflugvalla á Íslandi.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við að í skýrslunni um endurskoðun á rekstri flugvalla á Íslandi sé Alexandersflugvöllur ekki talinn með í upptalningu áætlunarflugvalla sem í skoðun eru og fer fram á að þetta verði leiðrétt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur um árabil barist fyrir reglubundnu áætlunarflugi til og frá Skagafirði og nú er svo komið að ríkisvaldið hefur ákveðið að styrkja áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli frá og með 1. desember n.k.
Það verður því að teljast afar sérstakt að á sama tíma og reglubundið áætlunarflug sé að hefjast til og frá Alexandersflugvelli sé völlurinn ekki tekinn með í heildarendurskoðun á rekstri innanlandsflugvalla.