Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

800. fundur 16. nóvember 2017 kl. 09:00 - 10:48 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Reykjarhólsvegur 2a - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1711088Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn dags. 01.11.2017 frá Þorvaldi Steingrímssyni kt. 080359-3739, Aðalgötu 12 550 Sauðárkróki, f.h. Krókaleiðir ehf, kt. 680403-2360, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Reykjarhólsvegi 2a fastnr.229-7144, 4 gestir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Reykjarhólsvegur 2b - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1711089Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn dags. 01.11.2017 frá Þorvaldi Steingrímssyni kt. 080359-3739, Aðalgötu 12 550 Sauðárkróki, f.h. Krókaleiðir ehf, kt. 680403-2360, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Reykjarhólsvegi 2b fastnr.229-7145, 4 gestir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Umsagnarbeiðni um sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra

Málsnúmer 1709149Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, Birni Líndal, dagsettur 14.september 2017, þar sem segir að stjórn SSNV hafi falið honum að skoða möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Óskað er eftir því að sveitarfélög landshlutans taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi því að til verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin og sé svo, veiti þau umsögn um meðfylgjandi drög að slíkri samþykkt fyrir lok október n.k.

Meðfylgjandi drög er byggð á reglugerð um lögreglusamþykktir, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1127-2007, meðfylgjandi drög taka einnig að auki á nokkrum atriðum s.s. þeim sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna til landsins.

Byggðarráð óskaði eftir umsögn frá félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnu- menningar og kynningarnefnd. Þær umsagnir liggja fyrir frá nefndum án athugasemda.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

4.Flugsamgöngur innanlands

Málsnúmer 1711067Vakta málsnúmer


Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. október 2017 frá SSNV varðandi skýrslu um endurskoðun á rekstri innanlandsflugvalla á Íslandi.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir alvarlegar athugasemdir við að í skýrslunni um endurskoðun á rekstri flugvalla á Íslandi sé Alexandersflugvöllur ekki talinn með í upptalningu áætlunarflugvalla sem í skoðun eru og fer fram á að þetta verði leiðrétt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur um árabil barist fyrir reglubundnu áætlunarflugi til og frá Skagafirði og nú er svo komið að ríkisvaldið hefur ákveðið að styrkja áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli frá og með 1. desember n.k.
Það verður því að teljast afar sérstakt að á sama tíma og reglubundið áætlunarflug sé að hefjast til og frá Alexandersflugvelli sé völlurinn ekki tekinn með í heildarendurskoðun á rekstri innanlandsflugvalla.

5.Beiðni um hjólabrettagarð

Málsnúmer 1508168Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 249. fundar félags- og tómstundanefndar varðandi hjólabrettagarð á svæði sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina eru 6 milljónir króna. Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir þeim fjármunum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við staðsetningu hjólabrettagarðsins að fengnum jákvæðum umsögnum sem óskað hefur verið eftir.

6.Öldungaráð

Málsnúmer 1709133Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt fyrir starfsemi Öldungaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fyrir liggur bókun 249. fundar félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir framangreind drög að samþykkt fyrir starfsemi Öldungaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar með þeim breytingum sem gerðar voru á 249. fundi félags- og tómstundanefndar.

7.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018

Málsnúmer 1711119Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2018.

4. grein. Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að kr. 65.000 á árinu 2018. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2016. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 32.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2017 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5. grein. Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga: a) með tekjur allt að 3.395.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 4.579.000 kr. enginn afsláttur. Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk: a) með tekjur allt að 4.419.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr. b) með tekjur yfir 5.983.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur

8.Fjárhagsáætlun 2018-2021

Málsnúmer 1708039Vakta málsnúmer

Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstur sveitarfélagsins árið 2018.
Byggðarráð samþykkir framlagðan fjárhagsramma og vísar honum til viðkomandi nefnda.

9.Leiðrétt fasteignamat 2018

Málsnúmer 1711085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 1. nóvember 2017 frá Þjóðskrá Íslands varðandi leiðrétt fasteignamat 2018 á sumarhúsum og óbyggðum sumarhúsalóðum.

10.Fjárhagsáætlun 2017-2020

Málsnúmer 1608164Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar útkomuspá rekstrar sveitarfélagsins á árinu 2017.

Fundi slitið - kl. 10:48.