Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 313

Málsnúmer 1712007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 362. fundur - 13.12.2017

Fundargerð 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Barbara Wenzl kt. 250180-2179 og Ingvar Daði Jóhannsson kt. 060982-5979 eigendur jarðarinnar Engihlíðar (landnr. 146517) Skagafirði, sækja um heimild til þess að stofna þrjár spildur úr landi jarðarinnar, Engihlíð 1, Engihlíð 2 og Engihlíð 3. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7799, dags. 3. nóvember 2017.
    Á spildunni Engihlíð 3 stendur vatnstankur með fastanúmerið 224-8870 í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar (Skagafjarðarveitna). Óskað er eftir lausn landspildunnar Engihlíð 3 úr landbúnaðarnotkun.
    Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Engihlíð, landnr. 146517. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146517. Einnig skrifar undir erindið Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099 eigandi Víðimels í Skagafirði (landnr. 146083) óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta tveimur lóðum úr landi jarðarinnar og breyta landnotkun þeirra.
    Einnig er sótt um nýja vegtengingu frá Þjóðvegi 1 inn á nyrðri lóðina. Gerð er grein fyrir þessum áformum á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta eru S-101, S-102 og S-103 í verki 7806-01, dags. 4. desember 2017. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhuguð landnot á þeim landspildum sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni. Erindinu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Jón Ólafur Halldórsson kt 220162-2659 sækir fh. Olíuverslunar Íslands kt. 500269-3249 um heimild til að koma fyrir afgreiðslustöð eldsneytis á lóðinni Ártorg 1 samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsettur er 24. júlí 2017. Marteinn Jónsson kt. 250577-5169 undirritar umsóknina fh. lóðarhafa. Afgreiðslu erindisins frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir kt 140894-2579 og Einar Ólason kt 150492-3279 sækja um lóðina Iðutún 6 á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Þorbjörgu Jónu og Einari lóðinni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Lagt er fyrir samkomulag um skil á lóðinni Eyrartún 3 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Eyrartún 3 er laus til umsóknar. Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Þorgrímur Pálmason kt. 010554-4626 og Svava María Ögmundardóttir kt. 071054-4389 eigendur Hólatúns 14 á Sauðárkróki, óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að lengja bílskúr á lóðinni um 5 metra, í norðaustur, að lóðarmörkum. Breidd bílskúrs verður óbreitt. Meðfylgjandi gögn, dagsett 7. desember gera grein fyrir fyrirhugaðri stækkun. Erindinu frestað, Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139 eigandi jarðarinnar Stóra-Holts (landnr. 146904) í Fljótum Skagafirði og Stóra-Holts lóðar (landnr. 146905), óskar eftir stækkun lóðarinnar og staðfestingu á afmörkun hennar. Stækkun lóðarinnar er sýnd er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7579, dags. 1. desember 2017. Ný stærð lóðarinnar er 7960 m2 en var 2500 m2. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 59. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar 59. fundur afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, lagður fram til kynningar á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017.