Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

362. fundur 13. desember 2017 kl. 16:15 - 18:06 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum, Áætlanflug í tilraunaskyni milli Reykjavíkur og Sauðárkróks. Samþykkt samhljóða.

1.Skagafjarðarveitur - gjaldskrár 2018

Málsnúmer 1711236Vakta málsnúmer

Vísað frá 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að gjaldskrám Skagafjarðarveitna fyrir árið 2018. Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskrá fyrir heitavatnsnotkun ásamt föstum gjöldum fyrir hemla og mæla hækki um 5% frá og með 1. janúar 2018. Tengigjöld haldast óbreytt. Gjöldin sem lagt er til að hækki að þessu sinni hafa hækkað um alls 3,5% síðan í júlí 2013. Síðan þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3%, byggingavísitala um 13,8% og launavísitala um 37,8%. Gert er ráð fyrir að gjaldskrá vatnsveitu hækki um 4,5% í samræmi við hækkun byggingavísitölu. Vísað frá 43. fundi veitunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

2.Fundagerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga

Málsnúmer 1701002Vakta málsnúmer

853. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. október s.l. lögð fram til kynningar á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017

3.Fjárhagsáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1708039Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2018- 2022 er lögð fram til seinni umræðu.
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlunina.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Forsendur fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2018 og áætlunar fyrir árin 2019-2022 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2018 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 5.189 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A- hluta áætlaðar 4.551 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 4.783 m.kr., þ.a. A hluti 4.334 m.kr. Rekstrarafgangur A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 608 m.kr, afskriftir nema 202 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 260 m.kr., rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er áætluð jákvæð samtals með 146 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 330 m.kr, afskriftir nema 113 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 201 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 16 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2017, 8.737 m.kr., þ.a. eignir A hluta 7.241 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 6.516 m.kr., þ.a. hjá A hluta 6.115 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.221 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 0,25. Eigið fé A hluta er áætlað 1.126 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,15.
Ný lántaka er áætluð 460 m.kr. hjá samstæðunni í heild og að afborganir eldri lána og skuldbindinga verði um 429 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.279 m.kr. hjá samstæðu, þar af 1.162 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 125% og skuldaviðmið 107%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A - hluta verði 249 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A og B hluta verði samtals 482 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 217 m.kr. hjá samstæðunni í heild.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Um margt hefur verið að ganga vel í Skagfirsku samfélagi, uppbygging og gott atvinnuástand. Sveitarsjóður nýtur góðs af því í gegnum skatta og gjöld. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga á landinu hefur batnað til muna síðastliðin tvö ár og tekjur flestra þeirra aukist. Því skiluðu flest þeirra rekstrarbata á síðasta ári og munu gera á árinu sem er að líða. Sömuleiðis er ekki eins þungt fyrir í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018. Hér er Sveitarfélagið Skagafjörður engin undantekning, né hefur sérstöðu hvað það varðar. Stefnt er að því að rekstur A hluta verði jákvæður á næsta ári, sem er vel og sömuleiðis að rekstur B hluta fyrirtækja skili sveitarfélaginu verulegum ábata, auk verulegs tekjuauka úr fleiri áttum. Þannig gæti hækkað fasteignamat eitt og sér skilað sér í um 50 milljóna viðbótartekjum.
Ráðist var í umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir árið 2012 sem öll sveitarstjórn stóð sameiginlega að. Skiluðu þær aðgerðir umtalsverðum árangri fyrir rekstur sveitarfélagsins og stofnanna þess sem við búum enn að, án þess að dregið væri úr þjónustu eða auknar álögur settar á íbúa. Þrátt fyrir að ytri skilyrði séu nú rekstri sveitarfélagsins og stofnanna þess hagstæð er því mikilvægt að auðsýna virkt aðhald og festu. Skuldahlutfall sveitarfélagsins verður áfram mjög hátt miðað við framlagða fjárhagsáætlun og gæti í lok næsta árs orðið um 125%. Þessari skuldabyrði þarf að ná enn frekar niður líkt og svo mörgum öðrum sveitarfélögum hefur tekist síðustu ár.
Á heildina litið er enn fylgt stefnumörkun meirihluta síðustu sveitarstjórnar sem kynnt var við upphaf kjörtímabilsins 2010-2014, m.a um þjónustu, framkvæmdir og uppbyggingu innviða og er það vel. Nýr meirihluti sveitarstjórnar hefur hins vegar ekki enn, nú þegar kjörtímabilinu er að ljúka, kynnt stefnumörkun sína fyrir sveitarfélagið eða sett fram heildstæða stefnu um forgangsverkefni og áherslur á yfirstandandi kjörtímabili. Hverfandi væntingar eru um að þeim takist það úr þessu fyrir vorið.
VG og óháð leggja áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk og styðja því ekki gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé velt yfir á börn og fjölskyldur þeirra. Í anda þeirrar fjölskylduvænu stefnu sem mörkuð var á síðasta kjörtímabili voru þessi gjöld orðin þau lægstu á landinu. Nú er öldin önnur og þær hækkanir sem hafa orðið umfram mörg önnur sveitarfélög, bera vart slíkri stefnumörkun vitni.
Það er bagalegt hve undirbúningur og upphaf mikilvægra framkvæmda sem samstaða hefur verið um, hefur dregist fram á síðustu metra kjörtímabilsins, bæði vegna þess að þeirra er þörf sem fyrst og að framkvæmdum sé jafnað sem mest milli ára og eins hefur framkvæmdakostnaður á mörgum sviðum rokið upp nú um mundir. Hér skiptir skýr stefnumörkun og forgangsröðun miklu máli og eftirfylgni hennar.
Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki Skagafjarðar unnið mikið starf í undirbúningi fjárhagsáætlunar ársins 2018. Fulltrúar hafa verið samstíga um flest, en í öðru er áherlumunur. Fyrir hönd alls nefndarfólks VG og óháðra eru samstarfólki færðar þakkir fyrir samstarfið og starfsfólki sveitarfélagsins sömuleiðis þakkað fyrir gott verk við vinnslu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess.
Fyrir hönd VG og óháðra situr undirritaður hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2018.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Fjárhagsáætlun er nú lögð fram í síðasta skipti á þessu kjörtímabili. Áætlunin hefur verið unnin í ágætu samstarfi allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hefur Skagafjarðarlistinn tekið þátt í því að setja sitt mark á áætlunina.
Við vinnslu áætlunarinnar hefur Skagafjarðarlistinn haft að leiðarljósi að íbúum á öllum aldri sé veitt góð þjónusta og stuðlað sé að fjölskylduvænu samfélagi í sátt við atvinnulífið.
Fulltúar Skagafjarðarlistans höfðu ákveðnar áherslur í þessari fjárhagsáætlunargerð og fengu flestar þeirra jákvæða meðhöndlun við gerð áætlunarinnar. Eitt af því fáa sem ekki náðist samstaða um varðar breytingu á opnunartíma yfir sumarið á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. En þar lagði Skagafjarðarlistinn áherslu á mikilvægi þess að hafa foreldra með í ráðum áður en ákvörðun yrði tekin um að loka í fjórar vikur yfir sumartímann. Sú tillaga var felld af meirihlutanum.
Skagafjarðarlistinn leggur áherslu á hófsemi í gjaldskrám sveitarfélagsins en ljóst var við áætlunargerðina að gera þurfti ráð fyrir gjaldskrárhækkunum til þess að viðhalda þjónustu og þjónustustigi sveitarfélagsins en gætt var að hækkanir yrðu ekki umfram verðlags -og kjarasamningshækkana.
Við áætlunargerðina lagði Skagafjarðarlistinn áherslu á ábyrgan rekstur ásamt áframhaldandi langtímaáætlunum um lækkun skuldahlutfalls og hallalausan rekstur. Er það mikilvægur þáttur í því að hægt sé að fara í stór fjárfestingarverkefni líkt og endurbætur við Sundlaug Sauðárkróks, hitaveituframkvæmdir og uppbyggingu íbúða á Sauðárkróki.
Undirrituð mun að framansögðu greiða atkvæði með framlagðri fjárhagsáætlun.
Ég þakka fyrir góða samvinnu og samstarf fulltrúa í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Íbúum sveitarfélagsins sendi ég góðar óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlistans.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun svohljóðandi:
Það er afskaplega ánægulegt að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 þar sem gert er ráð fyrir rekstrarfagangi af samstæðureikningi sveitarsjóðs að upphæð 608 milljónum fyrir afskriftir og fjármagsliði. Rekstarafgangur samstæðunar í heild A- og B- hluta er áætluð samtals 146 milljónir. Ef áætlanir ganga eftir og árið 2018 verður gert upp með hagnaði hefur sveitarsjóður verið rekin með hagnaði í 6 af síðustu 7 árum sem er einstakur árangur í sögu sveitarfélagsins. Það er einnig ánægjulegur áfangi að áætlunin gerir ráð fyrir að A-hluti verði rekinn með 16 milljóna króna afgangi.
Því bera að fagna enda langþráð markmið að hafa rekstur A-hluta sveitarsjóðs jákvæðan. Ef fer sem horfir er gert ráð fyrir að rekstur A-hluta sveitarstjóðs verði jákvæður fyrir árið 2017, getum við því verið að sjá í fyrsta skipti í tæplega 20. ára sögu sveitarfélagsins, A-hluta sveitarsjóðs með jákvæðri rekstrarniðurstöðu tvö ár í röð.
Óhætt er að segja að ákveðinn stöðuleiki hafi náðst í reksturinn og ber það að þakka ábyrgri fjármálastjórn og aðhaldi í rekstri undanfarinna ára. Einnig ber að þakka starfsmönnum sveitarfélagsins en ljóst er að án samstillts átaks þeirra hefði sá árangur ekki náðst líkt og rekstur undanfarinna ára ber með sér sem og sú áætlun sem lögð er fram nú.
Mikilvægt er að áfram verði haldið á þeirri braut sem mörkuðu hefur verði á undanförnum árum og aðhalds gætt í rekstri. Góður rekstur er undirstaða þess að hægt sé að veita íbúum þá þjónustu sem sveitarfélagið er að veita í dag og að hægt sé að fara í þau fjölmörgu framfaraverkefni sem ráðast á í á komandi árum.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 er miðað við að þar sem gjaldskrár væru hækkaðar yrðu þær hækkanir hófstiltar og var að jafnaði miðað við 3.5% en hækkun launavísitölu hefur verið um 8%. Í áætlun ársins var sérstaklega gætt að því að hækka ekki leikskólagjöld, gjöld fyrir dagdvöl (Árvist) og gjöld í tónlistarskóla svo dæmi séu tekinn.
Sveitarfélagið Skagafjörður verður áfram með einhver lægstu gjöld í leik- og grunnskólum landsins sem og að orkukostnaður verður áfram hvað lægstur á íbúa í Skagafirði. Afar mikilvægt er að hafa þau markmið uppi þegar framtíðaruppbygging svæðisins er höfð í huga. Hefur þessi stefna undanfarinna ára m.a. skilað því að mikil uppbyggingi á sér nú stað í Skagafirði, meiri en verið hefur í áratugi. Sem dæmi rísa nú fjöldi fjósa í dreifbýlinu og tugir íbúða eru ýmist í byggingu eða á teikniborðinu á Sauðárkróki. Uppgangur er einnig í atvinnulífinu, meiri en mörg undanfarin ár.
Þar er afar mikilvægt að þannig sé haldið á málum að það sé eftirsóknarvert að búa í Skagafirði og er þetta merki um að svo sé. Frá þeirri stefnu má aldrei kvika.
Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðunnar verði rúmar 482 milljónir á árinu og framkvæmt verði fyrir 572 milljónir. Sem dæmi um þau fjölmörgu verkefni sem áætlað er að fara í á næsta ári má nefna framkvæmdir við Sundlaug Sauðárkróks, fullnaðarhönnun á leikskóla á Hofsósi,endurbætur á Sundlauginni í Varmahlíð ásamt nýrri rennibraut, gervigrasvöllur á Sauárkróki, malbikun á bílaplani við Árskóla og hitaveituframkvæmdir í Fljótum.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skuldahlutfall sveitarsjóðs ekki fara yfir 150% af tekjum. Gerir fjárhagsáætlun 2018 hins vegar ráð fyrir því að skuldahlutfallið verði 125%, en þegar búið er að draga frá lífeyrisskuldbindingu að hluta og skuldir orku- og veitufélaga líkt og lögin gera ráð fyrir, er skuldaviðmið samstæðunnar um 107% sem er vel innan allra marka þrátt fyrir miklar framkvæmdir í Sveitarfélaginu á undanförnum árum.Sú áætlun sem lögð er fram nú var unnin í samvinnu allra flokka, bæði í nefndum sveitarfélagsins og í byggðarráði sem er mikilvægt og ber að þakka fyrir þá vinnu.
Með slíkar kennitölur í rekstri er ljóst að áfram er hægt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið til hagsældar og uppbyggingar innviða sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Við óskum íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til hamingju með þá áætlun sem hér er lögð fram og jafnframt óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson og Þórdís Friðbjörnsdótti

Ásta Björg Pálmadóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Skuldahlutfall í ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2003 var 159,7%.
Skuldahlutfall í ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2011 var 147,1%.
Skuldahlutfall í ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2016 var 124%

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2018- 2022 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson situr hjá.

4.Gjaldskrá 2018 Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 1711220Vakta málsnúmer

Vísað frá 805. fundi byggðaráðs 7. desember til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Vísað til byggðarráðs frá 249. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á árinu 2018.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

5.Umsókn um langtímalán 2017

Málsnúmer 1703361Vakta málsnúmer

Vísað frá 805. fundi byggðaráðs 7.desember til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að höfuðstól 200.000.000 kr., með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstóli auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til framkvæmda eignarsjóðs og hitaveitu og endurfjármögununar eldri lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., sem fela í sér að vera verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Heimild til að taka ofangreint langtímalán, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

6.Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra

Málsnúmer 1711265Vakta málsnúmer

Vísað frá 805. fundi byggðaráðs 7.desember til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð voru fyrir fundinn drög að samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra. Málið áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar 24.nóvember s.l. þar sem nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Ofangreind drög að samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

7.Náttúrustofa Nv - framlenging á samningi til loka árs 2018

Málsnúmer 1711120Vakta málsnúmer

Vísað frá 805. fundi byggðarráðs 7. desember sl. til afgreislu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagt fram bréf frá umhverfis-og auðlindaráðuneyti dagsett 14.nóvember 2017 vegna samnings á milli ráðuneytisins og Náttúrustofu Norðurlands vestra sem rennur úr í árslok 2017. Leggur ráðuneytið til við Sveitarfélagið Skagafjörð að samningurinn verði framlengdur til ársloka 2018 og að gerður verði viðauki við núverandi samning. Byggðarráð samþykkir erindið."
Framangreind tillaga frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.

8.Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda 2018

Málsnúmer 1712029Vakta málsnúmer

Vísað frá 805. fundi byggðaráðs 7. desember til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að framlengja frá og með 1. janúar 2018 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um Gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 31. desember 2018. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
Ofangreind tillaga um tímabundna niðurfelling gatnagerðargjalda borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

9.Áætlunarflug í tilraunaskyni á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks

Málsnúmer 1710168Vakta málsnúmer

Samþykkt á 803. fundi byggðarráðs 7. desmber sl.og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram drög að samningi milli Isavia ohf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mönnun á björgunar- og slökkviþjónustu og vetrarþjónustu á Alexandersflugvelli frá 1. desember 2017 til 31. maí 2018. Einnig drög að samningi milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna stuðnings um áætlunarflug í tilraunaskyni milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Styrkveitingin hefur stoð í viðaukasamningi við samning um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019, dags. 26. október 2017. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri og Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög."
Ofangreindur samningur borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

10.Gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar 2018

Málsnúmer 1711197Vakta málsnúmer

Samþykkt á 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2018. Vísað frá 125. fundi fræðslunefndar þann 27. nóvember 2017.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs, óskar bókað að VG og óháð Skagafirði leggjast gegn frekari hækkunum á gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar og telja að stefna beri að því að gera þær gjaldfrjálsar.
Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls.
Ofangreind tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum gegn einu.

11.Gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar 2018

Málsnúmer 1711196Vakta málsnúmer

Samþykkt á 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2018. Vísað frá 125. fundi fræðslunefndar þann 27. nóvember 2017.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs, óskar bókað að VG og óháð Skagafirði leggjast gegn frekari hækkunum á gjaldskrá fæðis í leikskólum í Skagafirði og telja að stefna beri að því að gera þær gjaldfrjálsar.
Ofangreind tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum, gegn einu.

12.Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2018

Málsnúmer 1711257Vakta málsnúmer

Samþykkt á 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017.
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2018

Málsnúmer 1711258Vakta málsnúmer

Samþykkt á 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017.
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2018

Málsnúmer 1711259Vakta málsnúmer

Samþykkt á 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017.
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

15.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2018

Málsnúmer 1711219Vakta málsnúmer

Vísað frá 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram tillaga um að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar 2018 verði 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvembermánuði 2017 (217.208 kr) og hækki úr 161.643 kr í 178.110 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2018. Vísað frá 248. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. nóvember 2018.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Gjaldskrá Heimaþjónustu 2018

Málsnúmer 1711218Vakta málsnúmer

Vísað frá 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt árið 2018, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2018 verður gjald fyrir hverja klukkustund 2.989 kr. en var 2.868 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Þessar viðmiðunarupphæðir verða endurreiknaðar um áramót þegar greiðslur Tryggingastofnunar hafa verið ákveðnar. Vísað frá 248. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. nóvember 2018.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Byggðarráð Skagafjarðar - 803

Málsnúmer 1711030FVakta málsnúmer

Fundargerð 803. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 361. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Rætt um sölu á fasteignunum Birkimel 8a (214-0786) og Birkimel 8b (214-0787) í Varmahlíð.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að selja íbúðirnar samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar um.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 803. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram styrkbeiðni dagsett 20. nóvember 2017 frá stjórn Snorrasjóðs, vegna Snorraverkefnisins sumarið 2018. Verkefnið er rekið af Þjóðræknifélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára, af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
    Byggðarráð þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 803. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga að gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2018. Almennt hækka gjaldskrárliðir um 2,6% fyrir utan gjöld tengd afgreiðslu fragtskipa sem hækka meira. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 11 Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2018. Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu hækkar um 4 %. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni hækka um 3 %. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu hækka um 4 %. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 12 Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2018. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 13 Sorpurðun og sorphirða - gjaldskrá 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2018. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 14 Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd um að gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa haldist óbreytt. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillögu nefndarinnar með eftirfarandi breytingu á 5. grein sem orðist svo:
    Gjaldskrá þessi er samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar xx. desember 2017 og staðfestist hér með, samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, einkum 15. gr. og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 með síðari breytingum. Gjaldskrá þessi öðlast gildi 1. janúar 2018.
    Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni með áorðnum breytingum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 15 Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga að gjaldskrám Skagafjarðarveitna fyrir árið 2018. Tillagan gerir ráð fyrir að gjaldskrá fyrir heitavatnsnotkun ásamt föstum gjöldum fyrir hemla og mæla hækki um 5% frá og með 1. janúar 2018. Tengigjöld haldast óbreytt. Gjöldin sem lagt er til að hækki að þessu sinni hafa hækkað um alls 3,5% síðan í júlí 2013. Síðan þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3%, byggingavísitala um 13,8% og launavísitala um 37,8%. Gert er ráð fyrir að gjaldskrá vatnsveitu hækki um 4,5% í samræmi við hækkun byggingavísitölu. Vísað frá 43. fundi veitunefndar þann 24. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 16 Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu verði óbreytt árið 2018, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 með tengdum gjöldum. Frá fyrsta janúar 2018 verður gjald fyrir hverja klukkustund 2.989 kr. en var 2.868 kr. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Þessar viðmiðunarupphæðir verða endurreiknaðar um áramót þegar greiðslur Tryggingastofnunar hafa verið ákveðnar. Vísað frá 248. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. nóvember 2018.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 17 Gjaldskrá Heimaþjónustu 2018 Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga um að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar 2018 verði 82% af ótekjutengdum atvinnuleysisbótum eins og þær eru í nóvembermánuði 2017 (217.208 kr) og hækki úr 161.643 kr í 178.110 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2018. Vísað frá 248. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. nóvember 2018.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 18 Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Vísað frá 51. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 19 Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Vísað frá 51. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 20 Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga á árinu 2018 verði óbreytt frá árinu 2017. Vísað frá 51. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillögu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 21 Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga um að gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2018. Vísað frá 125. fundi fræðslunefndar þann 27. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að VG og óháð Skagafirði leggjast gegn frekari hækkunum á gjaldskrá fæðis í leikskólum í Skagafirði og telja að stefna beri að því að gera þær gjaldfrjálsar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 22 Gjaldskrá fæðis í leikskólum Skagafjarðar 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga um að gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2018. Vísað frá 125. fundi fræðslunefndar þann 27. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að VG og óháð Skagafirði leggjast gegn frekari hækkunum á gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar og telja að stefna beri að því að gera þær gjaldfrjálsar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 23 Gjaldskrá fæðis í grunnskólum Skagafjarðar 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram tillaga byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks um að gengið verði til samninga við K-tak ehf. á grundvelli endurskoðaðs tilboðs um endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks. Vísað frá 15. fundi byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks þann 27. nóvember 2017.
    Byggðarráð samþykkir tillögu byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks.
    Bókun fundar Afgreiðsla 803. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lagt fram erindi frá Árna Sverrissyni, Hegranessgoða, dagsett 22. nóvember 2017, þar sem hann óskar eftir að fá leyfi til að vera með vættablót þann 1. desember n.k. á Faxatorgi, Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir að veita leyfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 803. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Lögð fram drög að samningi milli Isavia ohf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um mönnun á björgunar- og slökkviþjónustu og vetrarþjónustu á Alexandersflugvelli frá 1. desember 2017 til 31. maí 2018. Einnig drög að samningi milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna stuðnings um áætlunarflug í tilraunaskyni milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Styrkveitingin hefur stoð í viðaukasamningi við samning um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019, dags. 26. október 2017. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri og Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 24 Áætlunarflug í tilraunaskyni á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 803 Unnið með fjárhagsáætlun 2018-2022. Á fund nefndarinnar komu eftirtalin til viðræðu:
    Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri komu kl. 09:25. Farið yfir áætlanir málaflokka 05-Menningarmál og 13-Atvinnumál. Véku þeir af fundi kl. 10:00.
    Bjarki Tryggvason formaður félags- og tómstundanefndar, Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Bertína Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði komu á fundinn kl. 10:00. Farið yfir áætlun málaflokka 02-Félagsþjónusta, 06-Æskulýðs- og íþróttamál. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi á meðan umfjöllun fór fram um málaflokk 02-Félagsþjónustu. Bjarki vék af fundi kl. 11:10.
    Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður fræðslunefndar kom á fundinn kl. 11:10. Farið yfir áætlun málaflokks 04-Fræðslumál. Véku Þórdís, Herdís og Bertína af fundi kl. 12:00.
    Margeir Friðriksson fór yfir áætlun málaflokks 21-Sameiginlegir liðir.
    Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn kl. 12:30 og fór yfir fjárhagsáætlun málaflokks 09-Skipulags- og byggingarmál. Vék hann af fundi kl. 12:50.

    Bókun fundar Afgreiðsla 803. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.

18.Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá 2018

Málsnúmer 1711222Vakta málsnúmer

Vísað frá 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram tillaga frá umhverfis- og samgöngunefnd um að gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa haldist óbreytt. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir tillögu nefndarinnar með eftirfarandi breytingu á 5. grein sem orðist svo:
"Gjaldskrá þessi er samþykkt af Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 13. desember 2017 og staðfestist hér með, samkvæmt lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, einkum 15. gr. og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 með síðari breytingum. Gjaldskrá þessi öðlast gildi 1. janúar 2018.
Byggðarráð samþykkir að vísa gjaldskránni með áorðnum breytingum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Hunda- og kattahald - gjaldskrá 2018

Málsnúmer 1711223Vakta málsnúmer

Vísað frá 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald fyrir árið 2018. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

20.Sorpurðun og sorphirða - gjaldskrá 2018

Málsnúmer 1711224Vakta málsnúmer

Vísað frá 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu fyrir árið 2018. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 5%. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Brunavarnir Skagafjarðar - gjaldskrá 2018

Málsnúmer 1711221Vakta málsnúmer

Vísað frá 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2018. Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu hækkar um 4 %. Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu, þeir liðir sem innihalda efni hækka um 3 %. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu hækka um 4 %. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2018

Málsnúmer 1711225Vakta málsnúmer

Vísað frá 803. fundi byggðarráðs 30. nóvember 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2018. Almennt hækka gjaldskrárliðir um 2,6% fyrir utan gjöld tengd afgreiðslu fragtskipa sem hækka meira. Vísað frá 133. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2017.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2018 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Veitunefnd - 44

Málsnúmer 1711031FVakta málsnúmer

Fundargerð 44. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 44 Fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2018 lögð fram.
    Veitunefnd samþykkir framlagða áætlun og vísar til Byggðarráðs.

    Farið yfir lista yfir mögulegar nýframkvæmdir fyrir árið 2018.
    Nýframkvæmdalista vísað til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar veitunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 44 Kynnt var niðurstaða opnunar styrkbeiðna vegna Ísland Ljóstengt fyrir árið 2018.
    Sveitarfélaginu Skagafirði var úthlutað 16,4 milljónum í styrk fyrir árið 2018.
    Sviðstjóra falið að vinna að málinu og undirbúa tillögur fyrir næsta fund.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar veitunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 44 Lögð voru fyrir fundinn svör frá fasteignaeigendum varðandi mögulega stækkun vatnveitukerfis Skagafjarðarveitna við Steinsstaði.
    Alls voru send út 11 kynningarbréf og hafa borist 9 svör sem öll eru jákvæð.
    Sviðstjóra falið að óska eftir viðbrögðum frá þeim sem ekki hafa svarað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar veitunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.

24.Umhverfis- og samgöngunefnd - 134

Málsnúmer 1712001FVakta málsnúmer

Fundargerð 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 134 Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri, fór yfir fjárhagsáætlun Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2018.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 134 Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 134 Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2018.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 134 Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 11 - umhverfismál fyrir árið 2018.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 134 Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 53 - fráveitu fyrir árið 2018.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 133. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.

25.Skipulags- og byggingarnefnd - 313

Málsnúmer 1712007FVakta málsnúmer

Fundargerð 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Barbara Wenzl kt. 250180-2179 og Ingvar Daði Jóhannsson kt. 060982-5979 eigendur jarðarinnar Engihlíðar (landnr. 146517) Skagafirði, sækja um heimild til þess að stofna þrjár spildur úr landi jarðarinnar, Engihlíð 1, Engihlíð 2 og Engihlíð 3. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7799, dags. 3. nóvember 2017.
    Á spildunni Engihlíð 3 stendur vatnstankur með fastanúmerið 224-8870 í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar (Skagafjarðarveitna). Óskað er eftir lausn landspildunnar Engihlíð 3 úr landbúnaðarnotkun.
    Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Engihlíð, landnr. 146517. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146517. Einnig skrifar undir erindið Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099 eigandi Víðimels í Skagafirði (landnr. 146083) óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta tveimur lóðum úr landi jarðarinnar og breyta landnotkun þeirra.
    Einnig er sótt um nýja vegtengingu frá Þjóðvegi 1 inn á nyrðri lóðina. Gerð er grein fyrir þessum áformum á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta eru S-101, S-102 og S-103 í verki 7806-01, dags. 4. desember 2017. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhuguð landnot á þeim landspildum sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni. Erindinu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Jón Ólafur Halldórsson kt 220162-2659 sækir fh. Olíuverslunar Íslands kt. 500269-3249 um heimild til að koma fyrir afgreiðslustöð eldsneytis á lóðinni Ártorg 1 samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsettur er 24. júlí 2017. Marteinn Jónsson kt. 250577-5169 undirritar umsóknina fh. lóðarhafa. Afgreiðslu erindisins frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir kt 140894-2579 og Einar Ólason kt 150492-3279 sækja um lóðina Iðutún 6 á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Þorbjörgu Jónu og Einari lóðinni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Lagt er fyrir samkomulag um skil á lóðinni Eyrartún 3 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Eyrartún 3 er laus til umsóknar. Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Þorgrímur Pálmason kt. 010554-4626 og Svava María Ögmundardóttir kt. 071054-4389 eigendur Hólatúns 14 á Sauðárkróki, óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að lengja bílskúr á lóðinni um 5 metra, í norðaustur, að lóðarmörkum. Breidd bílskúrs verður óbreitt. Meðfylgjandi gögn, dagsett 7. desember gera grein fyrir fyrirhugaðri stækkun. Erindinu frestað, Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139 eigandi jarðarinnar Stóra-Holts (landnr. 146904) í Fljótum Skagafirði og Stóra-Holts lóðar (landnr. 146905), óskar eftir stækkun lóðarinnar og staðfestingu á afmörkun hennar. Stækkun lóðarinnar er sýnd er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7579, dags. 1. desember 2017. Ný stærð lóðarinnar er 7960 m2 en var 2500 m2. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 313. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 313 59. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar 59. fundur afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, lagður fram til kynningar á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017.

26.Landbúnaðarnefnd - 195

Málsnúmer 1711022FVakta málsnúmer

Fundargerð 195. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 195 Lagt fram bréf dagsett 7. nóvember 2017 frá Landgræðslu ríkisins þar sem falast er eftir styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið“ vegna ársins 2017.
    Landbúnaðarnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því að styrkja verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 195 Rætt um gjaldtöku fyrir atvinnustarfsemi í réttum sveitarfélagsins, t.d. blóðtöku og ferðaþjónustu. Samþykkt að vinna að útfærslu gjaldskrár. Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 195 Lögð fram drög að skiptingu framlaga ársins 2018 til fjallskilasjóða.

    Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum. Samtals er úthlutað framlögum að upphæð 3.638.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 195 Lögð fram skýrsla þjónustufulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar um veiðar á ref og mink frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Landbúnaðarnefnd samþykkir skýrsluna og leggur til að hún verði send inn til Umhverfisstofnunar. Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 195 Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2018, málaflokk 13-landbúnaðarmál. Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 195 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjoðs Skarðshrepps fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 195. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.

27.Fræðslunefnd - 126

Málsnúmer 1712002FVakta málsnúmer

Fundargerð 126. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 126 Fjárhagsáætlun fyrir fræðslumál lögð fram og rædd. Úthlutaður rammi var 1.811.674.000 kr. en niðurstaða áætlunarinnar er 1.820.750.574 kr. Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til byggðarráðs og sveitastjórnar til seinni umræðu. Nefndin vill koma á framfæri þakklæti til sviðsstjóra og starfsmanna fyrir vel unna áætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar fræðslunefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.

28.Félags- og tómstundanefnd - 249

Málsnúmer 1711029FVakta málsnúmer

Fundargerð 249 fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 249 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02, félagsþjónustu lögð fram til seinni umræðu í nefndinni. Félags og tómstundanefnd samþykkir áætlunina en ítrekar að mikilvægt sé að vinna að leiðréttingu framlaga ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks. Óásættanlegt er með öllu að framlög ríkisins séu langt undir þeirri þjónustuþörf sem fyrir hendi er svo munar tugum milljóna króna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til viðræðna við hlutaðeigandi ráðuneyti vegna þessa.Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
  • Félags- og tómstundanefnd - 249 Fundargerðir þjónusturáðs í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, nr. 4 og 5, lagðar fram til kynningar. Nefndin gerir engar athugasemdir við þær. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
  • Félags- og tómstundanefnd - 249 Félags- og tómstunanefnd samþykkir að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 3,5%, úr 496 kr. í 514 kr. fyrir hverja máltíð. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 249 Lögð fram bókun fræðslunefndar frá 22.11.2017 vegna hjólabrettagarðs, en félags- og tómstundanefnd óskaði eftir umsögn fræðslunefndar vegna hjólabrettagarðs. Bókun fræðslunefndar var eftirfarandi:
    ,,Félags- og tómstundanefnd óskar eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla. Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur áherslu á að lóð skólans verði skipulögð með heildarhagsmuni skólans og íþróttahússins í huga." Félags-og tómstundanefnd leggur áherslu á að unnið verði hratt og vel að framgangi málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 249 Fjárhagsáætlun 06, frístunda- og íþróttaþjónusta lögð fram. Félags- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og sveitarstjórnar til síðari umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 249. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.

29.Byggðarráð Skagafjarðar - 806

Málsnúmer 1712009FVakta málsnúmer

Fundargerð 806. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 806 Byggðarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 30 Fjárhagsáætlun 2018-2022. Samþykkt samhljóða.

30.Byggðarráð Skagafjarðar - 805

Málsnúmer 1712005FVakta málsnúmer

Fundargerð 805. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Lögð fram tillaga um að breyta skammtímaskuldum eignasjóðs og þjónustustöðvar við aðalsjóð í langtímalán miðað við stöðu 31.12. 2017. Skuldabréfið er verðtryggt með vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, lánstími 15 ár, vextir fylgja breytilegum útlánavöxtum hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. Vextir eru nú 2,75% p.a.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 805. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Lögð fram svohljóðandi tillaga:
    Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2018 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð samkvæmt uppdrætti. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 25 Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda 2018 Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Lagt fram bréf frá umhverfis-og auðlindaráðuneyti dagsett 14.nóvember 2017 vegna samnings á milli ráðuneytisins og Náttúrustofu Norðurlands vestra sem rennur úr í árslok 2017. Leggur ráðuneytið til við Sveitarfélagið Skagafjörð að samningurinn verði framlengdur til ársloka 2018 og að gerður verði viðauki við núverandi samning.
    Byggðarráð samþykkir erindið.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 26 Náttúrustofa Nv - framlenging á samningi til loka árs 2018. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Lögð voru fyrir fundinn drög að samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra. Málið áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar 24.nóvember s.l. þar sem nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 27 Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Í fjárhagsáætlun ársins 2017 er heilmild til að taka langtímalán allt að 530 milljónum króna. Þegar hafa verið teknar 145 milljónir króna.

    Byggðarráð samþykkir hér með að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 200.000.000 kr. til 17 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið nánar tiltekið framkvæmdaáætlun eignarsjóðs og hitaveitu 2017 og endurfjármögnun afborganir eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 28 Umsókn um langtímalán 2017. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Vísað til byggðarráðs frá 249. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á árinu 2018.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 29 Gjaldskrá 2018 Dagdvöl aldraðra. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Farið yfir og unnið með fjárhagsáætlun 2018-2022. Bókun fundar Afgreiðsla 805. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Lagður fram tölvupóstur til kynningar frá Stefáni Vilbergssyni hjá Öryrkjabandalagi Íslands dagsettur 29.11.2017 þar sem sveitarfélögum er vinsamlegast bent á að ganga úr skugga um að snjómokstur að opinberum byggingum innan sveitarfélaga sé í vetrarþjónustuáætlunum. Bókun fundar Afgreiðsla 805. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Lagt fram til kynningar skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands sem var til umfjöllunar á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24. nóvember s.l.
    Eftirfarandi var bókað og samþykkt á þeim fundi:
    Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur til þess að skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands verði lögð fram til kynningar og umræðu í sveitarstjórnum og hjá landshlutasamtökum. Ljóst má vera að stofnun þjóðgarða felur ávallt í sér nokkra skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga svo sem varðandi leyfisveitingar til atvinnustarfsemi og annarrar nýtingar. Jafnframt liggur fyrir að gjöld fyrir nýtingarleyfi innan marka þjóðgarðs renna til þjóðgarðsins sjálfs. Varðandi næstu skref telur stjórn það skipta mestu máli að skýrar verði dregið fram hvaða starfsemi og mannvirkjagerð verði gert ráð fyrir að samrýmist þeim sviðsmyndum sem dregnar eru upp í skýrslunni.
    Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar til umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 805. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 805 Lögð fram til kynningar bókun frá stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24.nóvember s.l. þar sem formaður stjórnar sambandsins fjallaði um þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu í kjölfar átaksins "Í skugga valdsins" og mikilvægi þess að stjórn sambandsins láti sig málið varða.
    Eftirfarandi var bókað og samþykkt:
    Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum "Í skugga valdsins" og hvetur sveitarstjórnir landsins til að taka þátt í umræðu um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt athæfi á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda er slík hegðun ólíðandi með öllu. Þau sveitarfélög sem ekki hafa gerð slíkt eru hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni sem aðgengileg eru á heimasíðu þess.
    Stjórnin samþykkir einnig að málefnið verði tekið til sérstakrar umfjöllunar á landsþingi sambandsins á næsta ári og verði einnig hluti af því námsefni sem kennt verður á námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn í kjölfar næstu sveitarstjórnarkosninga.
    Byggðarráð tekur undir bókun stjórnar sambandsins og bendir á að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur nýlega samþykkt stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni.
    Bókun fundar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði til að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, sem var svohljóðandi:

    Lögð fram til kynningar bókun frá stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24.nóvember s.l. þar sem formaður stjórnar sambandsins fjallaði um þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu í kjölfar átaksins "Í skugga valdsins" og mikilvægi þess að stjórn sambandsins láti sig málið varða. Eftirfarandi var bókað og samþykkt: Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum "Í skugga valdsins" og hvetur sveitarstjórnir landsins til að taka þátt í umræðu um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt athæfi á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda er slík hegðun ólíðandi með öllu. Þau sveitarfélög sem ekki hafa gerð slíkt eru hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni sem aðgengileg eru á heimasíðu þess. Stjórnin samþykkir einnig að málefnið verði tekið til sérstakrar umfjöllunar á landsþingi sambandsins á næsta ári og verði einnig hluti af því námsefni sem kennt verður á námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn í kjölfar næstu sveitarstjórnarkosninga. Byggðarráð tekur undir bókun stjórnar sambandsins og bendir á að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur nýlega samþykkt stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni.

    Tillaga um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
    Afgreiðsla 805. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.

31.Byggðarráð Skagafjarðar - 804

Málsnúmer 1711033FVakta málsnúmer

Fundargerð 804. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 362. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 804 Unnið með fjárhagsáætlun 2018-2022. Á fund nefndarinnar komu eftirtalin til viðræðu:
    Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom á fundinn kl. 8:15 og fór yfir fjárhagsáætlun hjá málaflokki 07-bruna- og almannavarnir. Svavar vék af fundi kl 9:00. Sigríður Magnúsdóttir formaður umhverfis-og samgöngunefndar kom á fundinn kl 9:00 og fór yfir málaflokka 08-hreinlætismál, 10-umferðar - og samgöngumál, 11- umhverfismál og 53 - fráveita, ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Sigríður vék af fundi kl 10:00. Gísli Sigurðsson formaður veitunefndar kom á fundinn kl. 10:00 og fór yfir málaflokka 67-hitaveita, 63-vatnsveita og 65-sjóveita ásamt Indriða Þór Einarssyni. Gísli Sigurðsson vék af fundi kl.11:00. Indriði Þór Einarsson fór yfir fjárhagsáætlun málaflokk 41-hafnarsjóður.

    Bókun fundar Afgreiðsla 804. fundar byggðarráðs staðfest á 362. fundi sveitarstjórnar 13. desember 2017 með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:06.