Fara í efni

Samþykkt stjórnar sambandsins um skýrslu nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands

Málsnúmer 1712030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 805. fundur - 07.12.2017

Lagt fram til kynningar skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands sem var til umfjöllunar á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24. nóvember s.l.
Eftirfarandi var bókað og samþykkt á þeim fundi:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur til þess að skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands verði lögð fram til kynningar og umræðu í sveitarstjórnum og hjá landshlutasamtökum. Ljóst má vera að stofnun þjóðgarða felur ávallt í sér nokkra skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga svo sem varðandi leyfisveitingar til atvinnustarfsemi og annarrar nýtingar. Jafnframt liggur fyrir að gjöld fyrir nýtingarleyfi innan marka þjóðgarðs renna til þjóðgarðsins sjálfs. Varðandi næstu skref telur stjórn það skipta mestu máli að skýrar verði dregið fram hvaða starfsemi og mannvirkjagerð verði gert ráð fyrir að samrýmist þeim sviðsmyndum sem dregnar eru upp í skýrslunni.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar til umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 136. fundur - 02.02.2018

Lögð var fram lokaskýrsla nefndar á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Nefndin leggur til að skýrslan verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og hvetur almenning til að kynna sér málið til að stuðla að upplýstri umræðu um þjóðgarð á miðhálendinu.