Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Viðskiptaskuld eignasjóðs við aðalsjóð
Málsnúmer 1712023Vakta málsnúmer
2.Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda 2018
Málsnúmer 1712029Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2018 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð samkvæmt uppdrætti. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2018 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð samkvæmt uppdrætti. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
3.Náttúrustofa Nv - framlenging á samningi til loka árs 2018
Málsnúmer 1711120Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá umhverfis-og auðlindaráðuneyti dagsett 14.nóvember 2017 vegna samnings á milli ráðuneytisins og Náttúrustofu Norðurlands vestra sem rennur úr í árslok 2017. Leggur ráðuneytið til við Sveitarfélagið Skagafjörð að samningurinn verði framlengdur til ársloka 2018 og að gerður verði viðauki við núverandi samning.
Byggðarráð samþykkir erindið.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
Byggðarráð samþykkir erindið.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
4.Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra
Málsnúmer 1711265Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra. Málið áður á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar 24.nóvember s.l. þar sem nefndin gerir ekki athugasemdir við drögin.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.Umsókn um langtímalán 2017
Málsnúmer 1703361Vakta málsnúmer
Í fjárhagsáætlun ársins 2017 er heilmild til að taka langtímalán allt að 530 milljónum króna. Þegar hafa verið teknar 145 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir hér með að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 200.000.000 kr. til 17 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið nánar tiltekið framkvæmdaáætlun eignarsjóðs og hitaveitu 2017 og endurfjármögnun afborganir eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Byggðarráð samþykkir hér með að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 200.000.000 kr. til 17 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið nánar tiltekið framkvæmdaáætlun eignarsjóðs og hitaveitu 2017 og endurfjármögnun afborganir eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Margeiri Friðrikssyni, kt. 151060-3239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
6.Gjaldskrá 2018 Dagdvöl aldraðra
Málsnúmer 1711220Vakta málsnúmer
Vísað til byggðarráðs frá 249. fundi félags- og tómstundanefndar tillögu um gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á árinu 2018.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7.Fjárhagsáætlun 2018-2022
Málsnúmer 1708039Vakta málsnúmer
Farið yfir og unnið með fjárhagsáætlun 2018-2022.
8.Aðgengi fatlaðs fólks í snjóþyngslum
Málsnúmer 1711306Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur til kynningar frá Stefáni Vilbergssyni hjá Öryrkjabandalagi Íslands dagsettur 29.11.2017 þar sem sveitarfélögum er vinsamlegast bent á að ganga úr skugga um að snjómokstur að opinberum byggingum innan sveitarfélaga sé í vetrarþjónustuáætlunum.
9.Samþykkt stjórnar sambandsins um skýrslu nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands
Málsnúmer 1712030Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands sem var til umfjöllunar á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24. nóvember s.l.
Eftirfarandi var bókað og samþykkt á þeim fundi:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur til þess að skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands verði lögð fram til kynningar og umræðu í sveitarstjórnum og hjá landshlutasamtökum. Ljóst má vera að stofnun þjóðgarða felur ávallt í sér nokkra skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga svo sem varðandi leyfisveitingar til atvinnustarfsemi og annarrar nýtingar. Jafnframt liggur fyrir að gjöld fyrir nýtingarleyfi innan marka þjóðgarðs renna til þjóðgarðsins sjálfs. Varðandi næstu skref telur stjórn það skipta mestu máli að skýrar verði dregið fram hvaða starfsemi og mannvirkjagerð verði gert ráð fyrir að samrýmist þeim sviðsmyndum sem dregnar eru upp í skýrslunni.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar til umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.
Eftirfarandi var bókað og samþykkt á þeim fundi:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur til þess að skýrsla nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands verði lögð fram til kynningar og umræðu í sveitarstjórnum og hjá landshlutasamtökum. Ljóst má vera að stofnun þjóðgarða felur ávallt í sér nokkra skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga svo sem varðandi leyfisveitingar til atvinnustarfsemi og annarrar nýtingar. Jafnframt liggur fyrir að gjöld fyrir nýtingarleyfi innan marka þjóðgarðs renna til þjóðgarðsins sjálfs. Varðandi næstu skref telur stjórn það skipta mestu máli að skýrar verði dregið fram hvaða starfsemi og mannvirkjagerð verði gert ráð fyrir að samrýmist þeim sviðsmyndum sem dregnar eru upp í skýrslunni.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar til umhverfis- og samgöngunefndar og skipulags- og bygginganefndar.
10.Í skugga valdsins - samþykkt stjórnar sambandsins
Málsnúmer 1712031Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar bókun frá stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24.nóvember s.l. þar sem formaður stjórnar sambandsins fjallaði um þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu í kjölfar átaksins "Í skugga valdsins" og mikilvægi þess að stjórn sambandsins láti sig málið varða.
Eftirfarandi var bókað og samþykkt:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum "Í skugga valdsins" og hvetur sveitarstjórnir landsins til að taka þátt í umræðu um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt athæfi á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda er slík hegðun ólíðandi með öllu. Þau sveitarfélög sem ekki hafa gerð slíkt eru hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni sem aðgengileg eru á heimasíðu þess.
Stjórnin samþykkir einnig að málefnið verði tekið til sérstakrar umfjöllunar á landsþingi sambandsins á næsta ári og verði einnig hluti af því námsefni sem kennt verður á námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn í kjölfar næstu sveitarstjórnarkosninga.
Byggðarráð tekur undir bókun stjórnar sambandsins og bendir á að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur nýlega samþykkt stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni.
Eftirfarandi var bókað og samþykkt:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum "Í skugga valdsins" og hvetur sveitarstjórnir landsins til að taka þátt í umræðu um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt athæfi á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda er slík hegðun ólíðandi með öllu. Þau sveitarfélög sem ekki hafa gerð slíkt eru hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni sem aðgengileg eru á heimasíðu þess.
Stjórnin samþykkir einnig að málefnið verði tekið til sérstakrar umfjöllunar á landsþingi sambandsins á næsta ári og verði einnig hluti af því námsefni sem kennt verður á námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn í kjölfar næstu sveitarstjórnarkosninga.
Byggðarráð tekur undir bókun stjórnar sambandsins og bendir á að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur nýlega samþykkt stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni.
Fundi slitið - kl. 12:13.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.