Leiga á Sólgarðaskóla og umsjón með sundlaug sumarið 2018
Málsnúmer 1712141
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 128. fundur - 08.02.2018
Ein umsókn barst um leigu á Sólgarðaskóla fyrir ferðaþjónustu sumarið 2018. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að Sólgarðaskóli verði leigður til Kristínar S. Einarsdóttur og Alfreðs Símonarsonar og jafnframt verði gengið frá umsjón með sundlaug sbr. erindi þeirra, líkt og gert var sumarið 2017. Einnig skal leita álits félags- og tómstundanefndar þar sem sundlaugin er á forræði þeirrar nefndar. Þá er erindinu einnig vísað til byggðarráðs þar sem umsækjendur reifa þá hugmynd að taka skólann til leigu til lengri tíma.
Óskar Björnsson og Ólafur Sindrason sátu fundinn undir lið 3-9
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 815. fundur - 15.02.2018
Lögð fram bókun fræðslunefndar frá 128. fundi þann 8. febrúar 2018 ásamt bréfi dagsettu 5. desember 2017 frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Gesti Símonarsyni. Kristín og Alfreð óska eftir að leigja Sólgarðaskóla fyrir ferðaþjónustu og hafa umsjón með sundlauginni á Sólgörðum sumarið 2018. Jafnframt kemur fram að þau hafa áhuga á að leigja mannvirkin til lengri tíma. Fræðslunefnd samþykkti fyrir sitt leyti að Sólgarðaskóli verði leigður Kristínu og Alfreð sumarið 2018.
Byggðarráð tekur undir afgreiðslu fræðslunefndar en samþykkir ekki leigu til lengri tíma þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíðarnýtingu mannvirkjanna á Sólgörðum.
Byggðarráð tekur undir afgreiðslu fræðslunefndar en samþykkir ekki leigu til lengri tíma þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíðarnýtingu mannvirkjanna á Sólgörðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 251. fundur - 23.02.2018
Félags- og tómstundarnefnd tekur undir bókun fræðslunefndar frá 8.2.2018 og samþykkir erindið fyrir sitt leyti.