Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

251. fundur 23. febrúar 2018 kl. 14:00 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda og íþróttamála
Dagskrá

1.Starfsáætlun fjölskyldusviðs 2018

Málsnúmer 1801282Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Fjölskyldusviðs fyrir árið 2018 lögð fram til kynningar.
Gunnar Sandholt vék af fundi eftir 1. lið

2.Leiga á Sólgarðaskóla og umsjón með sundlaug sumarið 2018

Málsnúmer 1712141Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundarnefnd tekur undir bókun fræðslunefndar frá 8.2.2018 og samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3.97. ársþing UMSS 2017

Málsnúmer 1802209Vakta málsnúmer

Ársskýrslur aðildarfélaga UMSS fyrir starfsárið 2016 lagðar fram til kynningar. Nefndin fagnar framlögðum skýrslum.

4.98. ársþing UMSS 2018

Málsnúmer 1802210Vakta málsnúmer

Ársskýrslur aðildarfélaga UMSS fyrir starfsárið 2017 lagðar fram til kynningar. Nefndin fagnar framlögðum skýrslum.

5.Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMSS

Málsnúmer 1802213Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og fagnar því að loksins er kominn á samningur milli þessa aðila. Nefndin vísar samningnum til byggðarráðs.

6.Hvatapeningar reglur 2018

Málsnúmer 1802212Vakta málsnúmer

Rætt um reglur um Hvatapeninga. Nefndin felur starfsmönnum að laga framsetningu reglnanna og leggja fyrir næsta fund.

7.Fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka

Málsnúmer 1802073Vakta málsnúmer

Fjallað um starfsreglur varðandi umsóknir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstrarstyrki til Íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála. Nefndin felur starfsmönnum að aðlaga reglurnar að heildarsamningi við UMSS og leggja fyrir næsta fund.

8.Miðnætursund Hofsósi 2018 - Infinity blue

Málsnúmer 1802211Vakta málsnúmer

Erindið lagt fram. Nefndin fagnar frumkvöðlastarfi Infity blue en frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 15:45.