Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Norðurlands og fjárlagafrumvarpið

Málsnúmer 1712175

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 808. fundur - 21.12.2017

Lögð fram fréttatilkynning frá Heilbrigðisstofnuninni á Norðurlandi vegna fjárlaga ársins 2018.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp, en í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Því hvetur Byggðaráð stjórnvöld til að auka við fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands þannig að hægt verði að efla þjónustu stofnunarinnar m.a. við íbúa Skagafjarðar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki gegnir lykilhlutverki í samfélagi okkar hér í Skagafirði og þá grunnstoð má ekki veikja umfram það sem orðið er á undaförnum árum. Það framlag sem stofnuninni er ætlað í þeim fjárlögum sem nú hafa verið birt endurspeglar ekki þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar og í stefnuræðu forsætisráðherra um eflingu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.
Mikilvægi góðrar heilbrigðisþjónustu verður seint metið að fullu en ljóst er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu er ein af grunnstoðum hvers samfélags. Stjórnvöld á hverjum tíma verða að leitast við að aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu sé sem jafnast, óháð búsetu.