Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Aðalgata 19 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1712170Vakta málsnúmer
2.Umsagnarbeiðni frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
Málsnúmer 1712160Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 18. desember 2017. Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 15. janúar 2018.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.
3.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir
Málsnúmer 1712159Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 18. desember 2017 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál. Óskað er eftir að umsagnir berist eigi síðar en 15. janúar 2018.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.
4.Birkimelur 8a - Tilboð
Málsnúmer 1712121Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 807. fundar byggðarráðs þann 14. desember 2017. Lagt fram gagntilboð frá Regínu Jóhannesdóttur í fasteignina Birkimel 8a, Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að hafna gagntilboði Regínu.
Byggðarráð samþykkir að hafna gagntilboði Regínu.
5.Heilbrigðisstofnun Norðurlands og fjárlagafrumvarpið
Málsnúmer 1712175Vakta málsnúmer
Lögð fram fréttatilkynning frá Heilbrigðisstofnuninni á Norðurlandi vegna fjárlaga ársins 2018.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp, en í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Því hvetur Byggðaráð stjórnvöld til að auka við fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands þannig að hægt verði að efla þjónustu stofnunarinnar m.a. við íbúa Skagafjarðar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki gegnir lykilhlutverki í samfélagi okkar hér í Skagafirði og þá grunnstoð má ekki veikja umfram það sem orðið er á undaförnum árum. Það framlag sem stofnuninni er ætlað í þeim fjárlögum sem nú hafa verið birt endurspeglar ekki þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar og í stefnuræðu forsætisráðherra um eflingu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.
Mikilvægi góðrar heilbrigðisþjónustu verður seint metið að fullu en ljóst er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu er ein af grunnstoðum hvers samfélags. Stjórnvöld á hverjum tíma verða að leitast við að aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu sé sem jafnast, óháð búsetu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp, en í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Því hvetur Byggðaráð stjórnvöld til að auka við fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands þannig að hægt verði að efla þjónustu stofnunarinnar m.a. við íbúa Skagafjarðar.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki gegnir lykilhlutverki í samfélagi okkar hér í Skagafirði og þá grunnstoð má ekki veikja umfram það sem orðið er á undaförnum árum. Það framlag sem stofnuninni er ætlað í þeim fjárlögum sem nú hafa verið birt endurspeglar ekki þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar og í stefnuræðu forsætisráðherra um eflingu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.
Mikilvægi góðrar heilbrigðisþjónustu verður seint metið að fullu en ljóst er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu er ein af grunnstoðum hvers samfélags. Stjórnvöld á hverjum tíma verða að leitast við að aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu sé sem jafnast, óháð búsetu.
6.Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra - fjárlög 2018
Málsnúmer 1712205Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar brýnir stjórnvöld til að standa vel að baki Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með úthlutun fjármagns til reksturs skólans eins og fyrirheit voru gefin um. Boðuð stefna stjórnvalda um eflingu iðn- og verknáms, sem og eflingu framhaldsskóla á landsbyggðinni er ekki sýnileg í framkomnu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er eini framhaldsskólinn í landshlutanum og er samfélaginu mikilvægur. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar því á stjórnvöld að auka fjárveitingar til skólans.
7.Aðalgata 21a og 21b - fyrirhuguð nýting fasteigna
Málsnúmer 1712182Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið sitja fundinn sveitarstjórnarfulltrúarnir Sigríður Magnúsdóttir, Viggó Jónsson (nefndarmaður í atv.-, menn.- og kynn.nefnd), Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gunnsteinn Björnsson (formaður atv.-, menn.- og kynn.nefndar), nefndarmenn í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd, Hanna Þrúður Þórðardóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir. Einnig sátu fundinn Indrði Þór Einarsson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs og verkefnastjórarnir Bryndís Lilja Hallsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon.
Til fundarins kom Ingvi Jökull Logason og kynnti áform um atvinnuuppbyggingu í húsnæði sveitarfélagsins að Aðalgötu 21. Byggðarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við Ingva Jökul og verja allt að 2,5 m.kr. af þeim 80 m.kr. sem tilgreindar eru í fjárhagsáætlun vegna Aðalgötu 21 og 21a, til verkáætlunar innanhúss.
Til fundarins kom Ingvi Jökull Logason og kynnti áform um atvinnuuppbyggingu í húsnæði sveitarfélagsins að Aðalgötu 21. Byggðarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við Ingva Jökul og verja allt að 2,5 m.kr. af þeim 80 m.kr. sem tilgreindar eru í fjárhagsáætlun vegna Aðalgötu 21 og 21a, til verkáætlunar innanhúss.
8.Ferðasmiðjan ehf. - aðalfundur 2017
Málsnúmer 1712127Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar fundarboð um aðalfund Ferðasmiðjunnar ehf. vegna ársins 2016.
9.Fasteignirnar Hásæti 5a-5d
Málsnúmer 1311146Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 807. fundi byggðarráðs þann 14. desember 2017. Lagt fram til kynningar samþykki héraðsnefndar Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis á gagntilboði Sveitarfélagsins Skagafjarðar í eignarhlut prófastsdæmisins í fasteignunum við Hásæti 5a-5d á Sauðárkróki.
10.Fundagerðir 2017 - SSNV
Málsnúmer 1701003Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar SSNV frá 28. nóvember 2017.
Fundi slitið - kl. 12:23.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.