Undir þessum dagskrárlið sitja fundinn sveitarstjórnarfulltrúarnir Sigríður Magnúsdóttir, Viggó Jónsson (nefndarmaður í atv.-, menn.- og kynn.nefnd), Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gunnsteinn Björnsson (formaður atv.-, menn.- og kynn.nefndar), nefndarmenn í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd, Hanna Þrúður Þórðardóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir. Einnig sátu fundinn Indrði Þór Einarsson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs og verkefnastjórarnir Bryndís Lilja Hallsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon. Til fundarins kom Ingvi Jökull Logason og kynnti áform um atvinnuuppbyggingu í húsnæði sveitarfélagsins að Aðalgötu 21. Byggðarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við Ingva Jökul og verja allt að 2,5 m.kr. af þeim 80 m.kr. sem tilgreindar eru í fjárhagsáætlun vegna Aðalgötu 21 og 21a, til verkáætlunar innanhúss.
Til fundarins kom Ingvi Jökull Logason og kynnti áform um atvinnuuppbyggingu í húsnæði sveitarfélagsins að Aðalgötu 21. Byggðarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við Ingva Jökul og verja allt að 2,5 m.kr. af þeim 80 m.kr. sem tilgreindar eru í fjárhagsáætlun vegna Aðalgötu 21 og 21a, til verkáætlunar innanhúss.