Samstarfshópur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði
Málsnúmer 1712185
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 53. fundur - 21.12.2017
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að setja á fót sérstakan samstarfshóp til að fylgja m.a. eftir aðgerðum til eflingar ferðaþjónustu í Skagafirði sem fram komu í skýrslu um stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2016-2020. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar sitji Gunnsteinn Björnsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir í hópnum en óskar um leið eftir tilnefningu þriggja fulltrúa frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði. Leitast skal við að val fulltrúa endurspegli fjölbreytni ferðaþjónustunnar og starfsemi hennar vítt og breytt um héraðið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 54. fundur - 09.02.2018
Tekið fyrir erindi frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði, frá 15. janúar 2018, þar sem tilkynnt er um fulltrúa félagsins í samstarfshóp með fulltrúum sveitarfélagsins, til eflingar ferðaþjónustu í Skagafirði. Hópinn skipa Gunnsteinn Björnsson, Hanna Þrúður Þórðardóttir, Jónheiður Sigurðardóttir, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhanna Ey Harðardóttir.