Fara í efni

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra - fjárlög 2018

Málsnúmer 1712205

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 808. fundur - 21.12.2017

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar brýnir stjórnvöld til að standa vel að baki Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með úthlutun fjármagns til reksturs skólans eins og fyrirheit voru gefin um. Boðuð stefna stjórnvalda um eflingu iðn- og verknáms, sem og eflingu framhaldsskóla á landsbyggðinni er ekki sýnileg í framkomnu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er eini framhaldsskólinn í landshlutanum og er samfélaginu mikilvægur. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar því á stjórnvöld að auka fjárveitingar til skólans.