Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 315

Málsnúmer 1801005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 363. fundur - 23.01.2018

Fundargerð 315. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Fyrir hönd Gunnars H. Sigurðssonar hjá Landsneti, óskar Andrea Kristinsdóttir skipulagsfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf Borgartúni 20 Reykjavík, eftir að Sveitarfélagið Skagafjörð kynni vinnslutillögu að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi. Því er með vísan í 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga ekki talin þörf á lýsingu deiliskipulags. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.19x Reykjarhóll lóð 146062 - Aðveitustöð RARIK. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Með vísan í tölvubréf frá Skipulagsstofnun dags. 28.12.2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir bleikjueldi í landi Kjarvalsstaða í Hjaltadal. Framkvæmdin er C- flokks framkvæmd með vísan um lög um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 Kjarvalsstaðir lóð 219448 - Öggur ehf. Bleikjueldi - C-flokks framkvæmd. - 1712231. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21.desember 2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn um nýjar skíðalyftur á skíðasvæði Tindastóls að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
    Í tilkynningunni kemur fram að hluti Efri og Suður lyftu ná inn á grannsvæði vatnsverndar auk þess sem framkvæmdaaðili lýsir verklagi til að draga úr áhættu á mögulegri olíumengun meðan á framkvæmdum og rekstri stendur. Í samantekt umhverfisáhrifa kemur fram að framkvæmdin er líkleg til að hafa óveruleg til engin áhrif á umhverfisþætti.
    Sveitarfélagið telur að framkvæmdin falli að markmiðum aðalskipulags um að búa til skilyrði til frekari uppbyggingar útivistar- og afþreyingarstarfsemi verði bætt. Í aðalskipulaginu er jafnframt stefna um vatnsverndarsvæði ofan við 200 m y.s. til að tryggja neysluvatn til framtíðar. Miðað við framlögð gögn er ekki talið að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi áhrif á vatnsverndarsvæði í Tindastóli. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 11. gr. í reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að uppfylltum skilyrðum um mótvægisaðgerðir sem fram koma í skýrslunni.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 Skíðasvæðið í Tindastóli - Matsskyldufyrirspurn - nýjar skíðalyftur 2018 - 1712226. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Helgi Jóhann Sigurðsson kt. 140257-5169, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður í Skagafirði, landnr. 145992 sæki um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á nýstofnaðri lóð úr landi jarðarinnar.
    Lóðin hefur fengið heitið Reynistaður 2, landnúmer 226342. Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu gerir nánari grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-02 í verki nr. 779801 dags. 13 desember 2017. Umsögn Minjavarðar Nl vestra um byggingarreitinn liggur fyrir. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 315. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Guðjón Magnússon kt 250572-4929 og Helga Óskarsdóttir kt. 310184-3659 eigendur jarðarinnar Helluland land B, lóð 2, sækja um heimild til að stofna byggingarreit á jörðinni. Landnúmer jarðarinnar er 223795. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdráttur dagsettur 16.11.2017, númer uppdráttar er S01, verknúmer 774601. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 315. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Lagt er fyrir samkomulag, dagsett 11. desember 2017, um skil á lóðinni Iðutún 17 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Iðutún 17 er laus til umsóknar. Bókun fundar Afgreiðsla 315. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 315 Fundargerð 60. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarfullrúa nr. 60 lagður fram til kynningar á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018.