Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

315. fundur 10. janúar 2018 kl. 09:30 - 10:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Einar Eðvald Einarsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Reykjarhóll lóð 146062 - Aðveitustöð RARIK

Málsnúmer 1708171Vakta málsnúmer

Fyrir hönd Gunnars H. Sigurðssonar hjá Landsneti, óskar Andrea Kristinsdóttir skipulagsfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf Borgartúni 20 Reykjavík, eftir að Sveitarfélagið Skagafjörð kynni vinnslutillögu að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi. Því er með vísan í 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga ekki talin þörf á lýsingu deiliskipulags. Erindið samþykkt.

2.Kjarvalsstaðir lóð 219448 - Öggur ehf. Bleikjueldi - C-flokks framkvæmd.

Málsnúmer 1712231Vakta málsnúmer

Með vísan í tölvubréf frá Skipulagsstofnun dags. 28.12.2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir bleikjueldi í landi Kjarvalsstaða í Hjaltadal. Framkvæmdin er C- flokks framkvæmd með vísan um lög um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati.

3.Skíðasvæðið í Tindastóli - Matsskyldufyrirspurn - nýjar skíðalyftur 2018

Málsnúmer 1712226Vakta málsnúmer

Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21.desember 2017, er óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um matsskyldufyrirspurn um nýjar skíðalyftur á skíðasvæði Tindastóls að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Í tilkynningunni kemur fram að hluti Efri og Suður lyftu ná inn á grannsvæði vatnsverndar auk þess sem framkvæmdaaðili lýsir verklagi til að draga úr áhættu á mögulegri olíumengun meðan á framkvæmdum og rekstri stendur. Í samantekt umhverfisáhrifa kemur fram að framkvæmdin er líkleg til að hafa óveruleg til engin áhrif á umhverfisþætti.
Sveitarfélagið telur að framkvæmdin falli að markmiðum aðalskipulags um að búa til skilyrði til frekari uppbyggingar útivistar- og afþreyingarstarfsemi verði bætt. Í aðalskipulaginu er jafnframt stefna um vatnsverndarsvæði ofan við 200 m y.s. til að tryggja neysluvatn til framtíðar. Miðað við framlögð gögn er ekki talið að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi áhrif á vatnsverndarsvæði í Tindastóli. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 11. gr. í reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að uppfylltum skilyrðum um mótvægisaðgerðir sem fram koma í skýrslunni.

4.Reynistaður 2 (226342) - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1712126Vakta málsnúmer

Helgi Jóhann Sigurðsson kt. 140257-5169, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður í Skagafirði, landnr. 145992 sæki um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á nýstofnaðri lóð úr landi jarðarinnar.
Lóðin hefur fengið heitið Reynistaður 2, landnúmer 226342. Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu gerir nánari grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-02 í verki nr. 779801 dags. 13 desember 2017. Umsögn Minjavarðar Nl vestra um byggingarreitinn liggur fyrir. Erindið samþykkt.

5.Helluland land B lóð 2 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1711159Vakta málsnúmer

Guðjón Magnússon kt 250572-4929 og Helga Óskarsdóttir kt. 310184-3659 eigendur jarðarinnar Helluland land B, lóð 2, sækja um heimild til að stofna byggingarreit á jörðinni. Landnúmer jarðarinnar er 223795. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdráttur dagsettur 16.11.2017, númer uppdráttar er S01, verknúmer 774601. Erindið samþykkt.

6.Iðutún 17 Afturköllun lóðarúthlutunar

Málsnúmer 1712100Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir samkomulag, dagsett 11. desember 2017, um skil á lóðinni Iðutún 17 á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag. Lóðin Iðutún 17 er laus til umsóknar.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 60

Málsnúmer 1712022FVakta málsnúmer

Fundargerð 60. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.