Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 316

Málsnúmer 1801016F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 363. fundur - 23.01.2018

Fundargerð 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu.
    Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnið að drögum að aðalskipulagsbreytingu. Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti.
    Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 telur skipulags- og byggingarnefnd mikilvægt að kynna forsendur, tillögur að valkostum og umhverfismat fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en tekin er afstaða til tillagna um breytingar og valkosti fyrir Blöndulínu 3.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillaga að aðalskipulagi verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga eftir að skipulagsráðgjafi hafi uppfært vinnslutillögu eftir ábendingar skipulagsnefndar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, þinglýstur eigandi Víðimels í Skagafirði (landnr. 146083) óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar eru S-101 í verki 7806-01, dags. 5. janúar 2018.
    Erindið er lagt fyrir í tveimur hlutum:
    í fyrsta lagi er sótt um að skipta lóð úr landi jarðarinnar sunnan Hringvegar (1) og vestan Skagafjarðarvegar (752), lóðin er merkt Víðimelur, Suðurtún á meðfylgjandi uppdráttum og er óskað eftir það verði heiti lóðarinnar. Stærð lóðar 168.240 m2. í örðu lagi er óskað eftir að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.
    Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Víðimel (landnr. 146083) eftir ofangreindar breytingar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Örn Fransson forstöðumaður framkvæmdadeildar OLIS sækir fh. OLIS um tímabundin afnot af lóðinni Borgarflöt 31 á Sauðárkróki. Fyrirhuguð notkun er eldsneytissala. Samþykkt að heimila Olís tímabundin afnot af lóðinni, til 1. september 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Atli M. Traustason, Ingibjörg Klara Helgadóttir, Ingibjörg Aadnegard og Trausti Kristjánsson sækja f.h. þinglýsts eiganda Syðri-Hofdala, landnr. 146421, eftir heimild til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 5. janúar 2017. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7213-4.
    Erindið samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar, fh Sýls ehf. kt. 470716-0450 Borgarröst 8 Sauðárkróki, eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina Freyjugata 25 á Sauðárkróki. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 14. janúar 2018 unnin af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi fyrir umsækjanda.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 Freyjugata 25 - Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 316 Tekin fyri umsókn OLIS hf um eldsneytisafgreiðslustöð á lóðinni Ártorg 1 á Sauðárkróki. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa að Ártorgi 1. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Skipulag- og byggingarnefnd bendir á að laus er til umsóknar lóðin Borgarflöt 31 fyrir þess konar starfsemi. Bókun fundar Afgreiðsla 316. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 3623 fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.