Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer
2.Víðimelur (146083) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1801090Vakta málsnúmer
Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, þinglýstur eigandi Víðimels í Skagafirði (landnr. 146083) óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að skipta spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar eru S-101 í verki 7806-01, dags. 5. janúar 2018.
Erindið er lagt fyrir í tveimur hlutum:
í fyrsta lagi er sótt um að skipta lóð úr landi jarðarinnar sunnan Hringvegar (1) og vestan Skagafjarðarvegar (752), lóðin er merkt Víðimelur, Suðurtún á meðfylgjandi uppdráttum og er óskað eftir það verði heiti lóðarinnar. Stærð lóðar 168.240 m2. í örðu lagi er óskað eftir að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.
Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Víðimel (landnr. 146083) eftir ofangreindar breytingar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Erindið er lagt fyrir í tveimur hlutum:
í fyrsta lagi er sótt um að skipta lóð úr landi jarðarinnar sunnan Hringvegar (1) og vestan Skagafjarðarvegar (752), lóðin er merkt Víðimelur, Suðurtún á meðfylgjandi uppdráttum og er óskað eftir það verði heiti lóðarinnar. Stærð lóðar 168.240 m2. í örðu lagi er óskað eftir að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.
Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Víðimel (landnr. 146083) eftir ofangreindar breytingar. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
3.Borgarflöt 31 Sauðárkróki - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1801089Vakta málsnúmer
Örn Fransson forstöðumaður framkvæmdadeildar OLIS sækir fh. OLIS um tímabundin afnot af lóðinni Borgarflöt 31 á Sauðárkróki. Fyrirhuguð notkun er eldsneytissala. Samþykkt að heimila Olís tímabundin afnot af lóðinni, til 1. september 2018.
4.Syðri-Hofdalir - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1801053Vakta málsnúmer
Atli M. Traustason, Ingibjörg Klara Helgadóttir, Ingibjörg Aadnegard og Trausti Kristjánsson sækja f.h. þinglýsts eiganda Syðri-Hofdala, landnr. 146421, eftir heimild til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 5. janúar 2017. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7213-4.
Erindið samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
Erindið samþykkt að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
5.Freyjugata 25 - Deiliskipulag
Málsnúmer 1711178Vakta málsnúmer
Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar, fh Sýls ehf. kt. 470716-0450 Borgarröst 8 Sauðárkróki, eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina Freyjugata 25 á Sauðárkróki. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 14. janúar 2018 unnin af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi fyrir umsækjanda.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu.
6.Ártorg 1 - afgreiðslustöð eldsneytis - fyrirspurn
Málsnúmer 1711304Vakta málsnúmer
Tekin fyri umsókn OLIS hf um eldsneytisafgreiðslustöð á lóðinni Ártorg 1 á Sauðárkróki. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa að Ártorgi 1. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Skipulag- og byggingarnefnd bendir á að laus er til umsóknar lóðin Borgarflöt 31 fyrir þess konar starfsemi.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Í samræmi við lýsingu verkefnis hefur verið unnið að drögum að aðalskipulagsbreytingu. Drögin eru sett fram sem skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla. Drögin gera grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Varðandi breytingartillögu A um legu Blöndulínu eru þrír valkostir til skoðunar ásamt núllkosti.
Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 telur skipulags- og byggingarnefnd mikilvægt að kynna forsendur, tillögur að valkostum og umhverfismat fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en tekin er afstaða til tillagna um breytingar og valkosti fyrir Blöndulínu 3.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillaga að aðalskipulagi verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga eftir að skipulagsráðgjafi hafi uppfært vinnslutillögu eftir ábendingar skipulagsnefndar.