Byggðarráð Skagafjarðar - 811
Málsnúmer 1801018F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 363. fundur - 23.01.2018
Fundargerð 811. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 363. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagt fram bréf frá Brú-lífeyrissjóð þar sem kemur fram að greiðslufrestur er framlengdur til 15.febrúar n.k. á uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör launagreiðenda til A deildar Brúar lífeyrissjóðs með fyrirvara um yfirferð umbeðinna gagna.
Byggðarráð samþykkir einnig að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til greiðslu uppgjörs og felur sveitarstjóra að óska eftir láni hjá sjóðnum. Bókun fundar Annar varaforseti gerir tillögu um að visa afgreiðslu málsins til liðar nr 17 Brú lífeyrissjóður - breyting á A deild. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Á 810.fundi Byggðarráðs var ákveðið að kjósa í nýja stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses.
Í stjórn eru tilnefndir: Sigríður Magnúsdóttir, Gísli Sigurðsson og Sigurjón Þórðarson.
Í varastjórn eru tilnefndir: Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir.
Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Byggðarráð tekur undir umsögn Félags-og tómstundanefndar sem og umsögn sambandsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. - .4 1712159 Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfirByggðarráð Skagafjarðar - 811 Byggðarráð tekur undir umsögn Félags-og tómstundanefndar sem og umsögn sambandsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með sjö atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Byggðarráð ítrekar fyrri bókun sína um fækkun dómþinga og óskar eftir samráði og samvinnu um allar breytingar sem kunna að verða á starfssemi Héraðsdóms Norðurlands vestra. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir því harðlega að annað verklag sé viðhaft. Byggðarráð skorar á ráðherra að standa vörð um Héraðsdóm Norðurlands vestra og tryggja að tíðni reglulegra dómþinga verði ekki skert. Ljóst er að með því að fækka reglulegum dómþingum myndi þjónusta við íbúa svæðisins skerðast og er það verulega afleit byggðastefna. Samfara boðaðri eflingu dómstiga í landinu skorar byggðarráð á ráðherra að líta til að styrkja Héraðsdóm Norðurlands vestra frekar en að veikja hann. Bókun fundar Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu um að sveitarstjórn geri bókun byggðarráðs að sinni.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar bókun byggðarráðs um fækkun dómþinga og óskar eftir samráði og samvinnu um allar breytingar sem kunna að verða á starfssemi Héraðsdóms Norðurlands vestra. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir því harðlega að annað verklag sé viðhaft. Sveitarfélagið Skagafjörður skorar á ráðherra að standa vörð um Héraðsdóm Norðurlands vestra og tryggja að tíðni reglulegra dómþinga verði ekki skert. Ljóst er að með því að fækka reglulegum dómþingum myndi þjónusta við íbúa svæðisins skerðast og er það verulega afleit byggðastefna. Samfara boðaðri eflingu dómstiga í landinu skorar Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar á ráðherra að líta til að styrkja Héraðsdóm Norðurlands vestra frekar en að veikja hann.
Tillagan borin upp til afreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Niðurstaða fundar færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Trúnaðarbók fræðslunefndar.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem felur í sér leiðbeiningar á því hvernig Sambandið telur að innleiðingaferli geti litið út við innleiðingu á persónuverndarlöggjöf hjá sveitarfélögum.
Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagt fram erindi frá Ráðrík ehf. til kynningar á námskeiði sem fyrirtækið heldur. Meginmarkmið námskeiðsins er að höfða til hins almenna íbúa, vekja áhuga hans á sveitarstjórnarmálum og hvetja hann til þátttöku.
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna. Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagður fram tölvupóstur til kynningar frá Róbert Bjarnasyni um samráðslýðræði í sveitarfélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til kynningar um fundi og ályktanir EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins. Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ábendingar um hvernig hægt sé að verjast spillingu í opinberum innkaupum. Bókun fundar Afgreiðsla 811. fundar byggðarráðs staðfest á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 9.janúar 2018. Bókun fundar Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 9.janúar 2018 á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 811 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 11.desember 2017. Bókun fundar Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 11.desember 2017 á 363. fundi sveitarstjórnar 23. janúar 2018