Byggðarráð Skagafjarðar - 812
Málsnúmer 1801022F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 364. fundur - 21.02.2018
Fundargerð 812. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt með öllum atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 812 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. janúar 2018 úr máli nr. 1801296 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn 29 13 ehf., kt. 660917-0980 um leyfi til að reka veitingahús í flokki III að Aðalgötu 8, 550 Sauðárkróki með útiveitingum 2-4 borð. Fyrirtækið 13 29 ehf. var áður rekstraraðili Hard Wok Cafe.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 812. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 812 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 812. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
- .3 1801187 Áskorun frá Markaðsstofu Norðurlands vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugsByggðarráð Skagafjarðar - 812 Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 22. janúar 2018, varðandi áskorun vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugs. Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að fulltrúi stjórnar og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands komi á næsta fund byggðarráðs til viðræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 812. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 812 Byggðarráð samþykkir að kjörstaðir verði á eftirtöldum stöðum í Sveitarfélaginu Skagafirði við sveitarstjórnarkosningnar 26. maí 2018:
Félagsheimilinu Árgarði, Varmahlíðarskóla, Bóknámshús FNV, Sauðárkróki, Félagsheimilinu Skagaseli, Grunnskólanum að Hólum, Félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi, Grunnskólanum að Sólgörðum og Heilbr.stofnuninni á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 812. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.