-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Farið var yfir breytingar á Hafnarreglugerð fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar. Núgildandi reglugerð er frá árinu 2005. Helstu breytingar á reglugerðinni eru á 6. grein hennar en þar segir í núgildandi reglugerð að sveitarstjóri sé hafnarstjóri. Breytingartillagan felur í sér að hafnarstjóri sé starfandi yfirmaður hafnarinnar. Breytt 6. grein hljóðar svo;
"6. gr.
Starf og valdsvið hafnarstjóra.
Hafnarstjóri fer með daglega stjórn hafnanna í umboði umhverfis- og samgöngunefndar. Hafnarstjóri undirbýr mál, sem leggja á fyrir samgöngunefnd í samráði við sviðsstjóra veitu-og framkvæmdasviðs, veitir viðtöku erindum til hennar og sér um framkvæmd samþykkta umhverfis- og samgöngunefndar. Hann veitir umhverfis- samgöngunefnd og sveitarstjórn upplýsingar um málefni hafnarinnar. Hann sér um að fjárhagsáætlun sé fylgt og ber ábyrgð á fjárreiðum hafnarsjóðs. Hann er yfirmaður starfsmanna hafnarinnar.
Hafnarstjóri skal vinna störf sín í samræmi við ákvæði hafnalaga og hafnarreglugerðar, auk reglugerðar þessarar og fara að öðru leyti eftir samþykktum umhverfis- og samgöngunefndar og sveitar¬stjórnar.
Hafnarstjóri sér um, að gætt sé reglu á öllu hafnarsvæðinu hvort sem er á sjó eða landi. Er öllum skylt að hlýða fyrirmælum hans, eða þeirra sem hann felur störf við eftirlit og aðgæslu."
Einnig eru gerðar smávægilegar breytingar á texta þar sem tilvitnanir í nefndir og stofnanir eru úreltar.
Nefndin samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til fyrri umræðu í sveitarstjórn, til liðar nr. 14 Hafnarreglugerð fyrir Sauðárkrókshöfn - endurskoðun 2018. Samþykkt samhljóða.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lagt var fyrir fundinn bréf frá Samgöngustofu og Hafnasambandi Íslands varðandi öryggismál í höfnum.
Í bréfinu eru stjórnendur hafna landsins hvattir til að gæta enn betur að öryggisþáttum sem lúta að því minnka hættuna á slysum þar sem ekið er fram af bryggjum. Nýleg hörmuleg slys af þessu tagi minna okkur á að þrátt fyrir að ákvæði reglugerðar um öryggi sé uppfyllt, er enn hætta á slíkum slysum í höfnum landsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lögð var fram til kynningar umsókn Skagafjarðarhafna um stækkun rafmagnsheimtaugar á Sauðárkrókshöfn.
Í umsókninni er gert ráð fyrir 630A heimtaug.
Nauðsynlegt er að stækka heimtaugina vegna aukinnar rafmagnsnotkunar með tilkomu nýrra og breyttra skipa FISK Seafood.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lögð var fram til kynningar 399. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lagður var fram tölvupóstur frá Óskari Garðarssyni, framkvæmdastjóra Dögunar ehf, um lóð austan athafnasvæðis Dögunar við Hesteyri.
Meðfylgjandi tölvupóstinum eru hönnunardrög að byggingu frystiklefa á umræddri lóð. Drögin gera ráð fyrir að frystiklefinn sé samtengdur núverandi húsum Dögunar og mun gata austan við Dögun því lokast ef af verður.
Nefndin tekur jákvætt í fyrirliggjandi drög.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lögð var fram lokaskýrsla nefndar á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Nefndin leggur til að skýrslan verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og hvetur almenning til að kynna sér málið til að stuðla að upplýstri umræðu um þjóðgarð á miðhálendinu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Kynntar niðurfellingar vega af vegaskrá sem áður voru til umræðu hjá nefndinni 14. nóvember sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lögð var fram til kynningar bókun 28. fundar skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um vernd og endurheimt votlendis.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lagt var fram til kynningar bréf til sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fra Landgræðslu Ríkisins vegna endurheimtar og varðveislu votlendis á Íslandi.
Í bréfinu er farið yfir gagnsemi og mikilvægi votlendis fyrir íslenskt samfélag. Nauðsynlegt sé að sveitarstjórnir landsins séu upplýstar um málefnið og þær skyldur sem á þeim hvíla varðandi leyfisveitingar ef raska á eða ræsa fram votlendi. Í því sambandi er sérstaklega bent á bókun í fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóv sl.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lögð voru fram drög að hönnun gámasvæðis í Varmahlíð.
Stefnt er á að klára hönnun svæðisins fyrir miðjan mars.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lögð var fram gróf kostnaðaráætlun vegna hundasvæðis við Borgargerði á Sauðárkróki.
Gróf kostnaðaráætlun vegna verksins hljóðar upp á 2,5 milljón miðað við um 1.500m2 stórt afgirt svæði.
Gert var ráð fyrir 2,5 milljónum í hundasvæði á fjárhagsáætlun ársins.
Sviðstjóra falið að útfæra svæðið endanlega.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Lagður var fram til kynnningar tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra vegna áætlaðs hreinsunarátaks á Hofsósi.
Heilbrigðiseftirlit hyggst fara í hreinsunarátakið í vor þar sem áhersla verður lögð á bifreiðar, lausamuni og annað sem skapar mengunarhættu, m.a. sjónmengun og líti á umhverfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og reglugerð nr. 737/2003 um mengunarvarnarbúnað.
Átakið verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Nefndin fagnar framtakinu og hvetur íbúa að fara að huga að þessu hið fyrsta. Nefndin hvetur einnig til að átakinu verði haldið áfram og framkvæmt á fleiri stöðum innan sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 136
Farið var yfir frakvæmdir á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.