-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Dagný Stefánsdóttir kt.180382-4109 og Róbert Logi Jóhannsson kt.040570-5789 eigendur jarðarinnar Laugarmýri, landnúmer 146232, sækja um leyfi til að stofna byggingarreit á jörðinni samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Byggingarreiturinn mun hýsa geymslu og aðstöðuhús tengt rekstri gróðurhúss á jörðinni.Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur, dagsettur 18.janúar 2018, er gerður á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni M. Árnasyni kt.160385-3169. Erindið samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Valþór Brynjarsson hjá teiknistofunni Kollgátu sækir fh. Sonju Sifjar Jóhannsdóttur kt. 060775-5679 um heimild að breyta notkun bílskúrs á lóðinni Skólagata lóð, landnr 146723. Í umsókn kemur fram að fyrirhugað sé að breyta bílskúrnum í gistiaðstöðu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun. Bent er á að skila þarf inn nýjum aðal- og séruppdráttum til byggingarfulltrúa vegna afgreiðslu á byggingarleyfi.
Bókun fundar
Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Lagður var fram tölvupóstur frá Óskari Garðarssyni, framkvæmdastjóra Dögunar ehf, um lóð austan athafnasvæðis Dögunar við Hesteyri. Meðfylgjandi tölvupóstinum eru hönnunardrög að byggingu frystiklefa á umræddri lóð. Drögin gera ráð fyrir að frystiklefinn sé samtengdur núverandi húsum Dögunar og mun gata austan við Dögun því lokast ef af verður. Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 2. febrúar sl. var tekið jákvætt í erindið. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en vill skoða nánar með lóðarstærð og útfærslu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Hörður Ólafsson kt. 160550-3339 Víðihlíð 12 óskar eftir leyfi skipulags- og byggingaryfirvalda Skagafjarðar til að gera bílastæði fyrir einn bíl framan við lóðina Víðihlíð 12. 4,5 metra til suðurs frá innkeyrslustút, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Meðfylgjandi erindinu er mynd sem gerir grein fyrir umbeðinni framkvæmd. Erindið samþykkt með þeim skilmálum að framkvæmdin verði kostuð af umsækjanda og unnin í samráði við tæknideild sveitarfélagsins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Pálmi Jónsson kt. 200980-5149 og María Eymundsdóttir kt. 040684-2209 eigendur lögbýlisins Hulduland, landnúmer 223299, óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 21,7 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Í umsókn kemur fram að skilið verður eftir 15 metra breitt ógróðursett svæði að Hegranesvegi. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
Bókun fundar
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Hulduland 223299 tilkynning um skógrækt. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Fyrir liggur fyrirspurn frá Svövu Ingimarsdóttur kt.121170-3169 um lóð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á Hofsósi. Lóðin sem spurt er um er á milli Suðurbrautar 12 og 18. Fyrirspyrjandi hefur í hyggju að kanna möguleika á að byggja hentugt verslunar og þjónustuhúsnæði. Fyrirhuguð bygging lágreist 145 m2 hús, sem fellur að umhverfinu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Deiliskipuleggja þarf svæðið áður en til úthlutunar getur komið.
Bókun fundar
Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 23. janúar 2018 að kynna drög að breytingum á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021.
Í vinnslutillögu felst (A) kynning á valkostum fyrir legu Blöndulínu 3 (raflína), (B) færsla á legu Sauðárkrókslínu, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki og (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda.
Í vinnslutillögu er gerð grein fyrir forsendum breytinga, útfærslu og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006. Skipulagsgögnin eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins skagafjordur.is og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu Skagfirðingabraut 17-21.
Þá hefur tillagan verið auglýst í dagblaði og héraðsblöðum. Athugasemdafrestur er til og með 9. mars nk.
Samþykkt að halda opinn kynningarfund um vinnslutillöguna 1. mars nk. kl. 17 að Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki.
Bókun fundar
Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Sigríður Magnúsdóttir kt. 131062-5679 stjórnarformaður Skagfirskra leiguíbúða hses kt. 621216-1200 sækir um lóðina Laugartún 21-23 á Sauðárkróki til að byggja tvílyft íbúðarhús með fjórum íbúðum. Erindið samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
Sigríður Magnúsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Sigríður Magnúsdóttir kt. 131062-5679 stjórnarformaður Skagfirskra leiguíbúða hses kt. 621216-1200 sækir um lóðina Laugartún 25-27 á Sauðárkróki til að byggja tvílyft íbúðarhús með fjórum íbúðum. Erindið samþykkt
Bókun fundar
Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
Sigríður Magnúsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
Búhöldar hsf. kt. 630500-2140 sækja um lóðir fyrir tvö parhús við Laugartún eða á öðru svæði í Túnahverfinu. Ekki eru til úthlutunarhæfar parhúsalóðir í Túnahverfinu eins og er.
Bókun fundar
Afgreiðsla 317. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
61. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 61 lagður fram til kynningar á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 317
62. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 62 lagður fram til kynningar á 364 fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu á 3. lið og Sigríður Magnúsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu 8. og 9. lið.