Byggðarráð Skagafjarðar - 815
Málsnúmer 1802010F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 364. fundur - 21.02.2018
Fundargerð 815. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 364. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ganga til samninga við Performa ehf. um endurbætur á fasteignunum við Aðalgötu 21. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram bréf dagsett 8. febrúar 2018 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til sveitarstjórna, þar sem tilkynnt er um skipan starfshóps til að greina möguleika og gera tillögur um uppfærslur á raforkuflutningskerfi í dreifbýli með áherslu á þrífösun rafmagns. Leitað er til sveitarstjórna og þær beðnar um að veita upplýsingar um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í viðkomandi sveitarfélagi og til hvaða starfsemi. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að gagnaöflun vegna þessa erindis verði unnin. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram bréf dagsett 30. janúar 2018 frá Ungmennafélagi Íslands þar sem sótt er um styrk að upphæð 1 milljón krónur vegna kynningarmála Landsmóts. Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 verða haldin á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí 2018.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 1 milljón króna af fjárheimild málaflokks 21470 Kynningarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lögð fram bókun fræðslunefndar frá 128. fundi þann 8. febrúar 2018 ásamt bréfi dagsettu 5. desember 2017 frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Gesti Símonarsyni. Kristín og Alfreð óska eftir að leigja Sólgarðaskóla fyrir ferðaþjónustu og hafa umsjón með sundlauginni á Sólgörðum sumarið 2018. Jafnframt kemur fram að þau hafa áhuga á að leigja mannvirkin til lengri tíma. Fræðslunefnd samþykkti fyrir sitt leyti að Sólgarðaskóli verði leigður Kristínu og Alfreð sumarið 2018.
Byggðarráð tekur undir afgreiðslu fræðslunefndar en samþykkir ekki leigu til lengri tíma þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíðarnýtingu mannvirkjanna á Sólgörðum. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lögð fram samþykkt sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá fundi 30. nóvember 2017 um öldungaráð.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Með bréfi dagsettu 6. febrúar 2018 sækir Frímúrarastúkan Mælifell, kt. 580490-1079 um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr., 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti árins 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lögð fram bókun 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 2. febrúar 2018 varðandi breytingar á Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar nr. 425/2005.
Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingar á Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar nr. 425/2005. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Hafnarreglugerð fyrir Sauðárkrókshöfn - endurskoðun 2018. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskar sveitarfélaga, dagsett 5. febrúar 2018 þar sem kynnt er eftirfarandi bókun og samþykkt stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. janúar 2018: "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félaga sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Mikilvægt er að félög sýni fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu. Séu slíkar reglur nú þegar til staðar hvetur stjórn sambandsins sveitarfélög til að yfirfara sínar stefnur með þetta í huga.
Byggðarráð tekur undir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að óska eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra Ungmennasambands Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Málið áður á dagskrá 814. fundar byggðarráðs þann 8. febrúar 2018. Vegna villu í framlögðum gögnum á framangreindum fundi er tillaga um viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2018 lögð fram aftur, leiðrétt. Gjaldfærsla ársins 2018 hækkar um 14.801 þús.kr. vegna lífeyrisskuldbindingar við Brú lífeyrissjóð.
Byggðarráð samþykkir framangreinda leiðréttingu á viðauka 1 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 13. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi drög að reglugerð um framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 815 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 8. febrúar 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, reikningsskila- og upplýsinganefnd. Hefur það að geyma leiðbeiningar á meðhöndlun uppgjörs sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr. 127/2016, í reikningsskilum sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 815. fundar byggðarráðs staðfest á 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018 með níu atkvæðum.