Fara í efni

Fræðslunefnd - 129

Málsnúmer 1802018F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 365. fundur - 21.03.2018

Fundargerð 129. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 129 Sjá trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar fræðslunefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 129 Lögð fram tillaga um að skólaakstur verði boðinn út til næstu 5 ára, frá ágúst 2018 til maíloka 2023.
    Samhliða útboðinu verða gildandi reglur um skólaakstur í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og reglur um flutning á milli skóla endurskoðaðar.
    Óskað verður eftir því að Stoð ehf. verkfræðistofa á Sauðárkróki annist framkvæmd útboðsins og að höfð verði hliðsjón af útboðsgögnum frá árinu 2013 sem Stoð ehf. annaðist.
    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og starfsmenn þeirra vinna náið með Stoð ehf.
    Við vinnslu útboðsgagna skal hafa hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum eins og við á. Þá skal haft samráð við VÍS tryggingarfélag vegna trygginga og öryggismála.
    Í útboðsgögnum verða aðalleiðir og undirleiðir skilgreindar. Lagt er til að heimilt verði að bjóða verð í heildarakstur, svæðaakstur eða einstakar leiðir. Sá fyrirvari er gerður að í einhverjum tilvika verði hugsanlega samið beint við foreldra um akstur.
    Tillagan samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar fræðslunefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 129 Endurskoðun á reglum um flutning barna á milli skóla rædd. Lagt er til að reglurnar heiti framvegis reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Fræðslunefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á reglunum. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar fræðslunefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.