Fara í efni

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1802032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 814. fundur - 08.02.2018

Lögð fram tillaga að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gert er ráð fyrir hækkun fjármagnsgjalda um 30 milljónir króna. Hækkun langtímakrafna um 597 milljónir króna og langtímalántöku allt að 600 milljónir króna og lækkun handbærs fjár um 53 milljónir króna. Afborganir lífeyrisskuldbindinga og langtímalána hækka um 34 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 815. fundur - 15.02.2018

Málið áður á dagskrá 814. fundar byggðarráðs þann 8. febrúar 2018. Vegna villu í framlögðum gögnum á framangreindum fundi er tillaga um viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2018 lögð fram aftur, leiðrétt. Gjaldfærsla ársins 2018 hækkar um 14.801 þús.kr. vegna lífeyrisskuldbindingar við Brú lífeyrissjóð.
Byggðarráð samþykkir framangreinda leiðréttingu á viðauka 1 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 364. fundur - 21.02.2018

Vísað frá 815. fundi byggðarráðs 15. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gert er ráð fyrir hækkun fjármagnsgjalda um 30 milljónir króna og hækkun gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga um 14.801 þús.kr. Hækkun langtímakrafna um 597 milljónir króna og langtímalántöku allt að 600 milljónir króna og lækkun handbærs fjár um 53 milljónir króna. Afborganir lífeyrisskuldbindinga og langtímalána hækka um 34 milljónir króna.

Framlögð tillaga að viðauka nr.1 við fjárhagsáætlun ársins 2018 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.