Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

814. fundur 08. febrúar 2018 kl. 08:30 - 10:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Upplýsingar í tengslum við breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna

Málsnúmer 1802014Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 1. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi aðkomu sambandsins að uppgjöri sveitarfélaga á lífeyrisskuldbindingu vegna A-deildar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.

2.Brú lífeyrissjóður - breyting á A deild

Málsnúmer 1703264Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag Sveitarfélagsis Skagafjarðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016. Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG hf. sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð samþykkir að vísa samkomulaginu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1802032Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gert er ráð fyrir hækkun fjármagnsgjalda um 30 milljónir króna. Hækkun langtímakrafna um 597 milljónir króna og langtímalántöku allt að 600 milljónir króna og lækkun handbærs fjár um 53 milljónir króna. Afborganir lífeyrisskuldbindinga og langtímalána hækka um 34 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Birkimelur 8b, 214-0787 - kauptilboð

Málsnúmer 1801265Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð frá Maríu Einarsdóttur, kt. 030286-6189 í fasteignina Birkimel 8b, 214-0787, Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að ganga að kauptilboði Maríu Einarsdóttur í fasteignina Birkimel 8b.

5.Hafnarreglugerð fyrir Sauðárkrókshöfn - endurskoðun 2018

Málsnúmer 1801271Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun 136. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 2. febrúar 2018 varðandi breytingar á Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar nr. 425/2005.

6.Námskeið

Málsnúmer 1801141Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 811. fundar byggðarráðs þann 19. janúar 2018. Námskeið sem fyrirtækið Ráðrík ehf. heldur. Meginmarkmið námskeiðsins er að höfða til hins almenna íbúa, vekja áhuga hans á sveitarstjórnarmálum og hvetja hann til þátttöku á þeim vettvangi.
Byggðarráð samþykkir að fá Ráðrík ehf. til að halda námskeið fyrir íbúa sveitarfélagsins. Kostnaður tekinn af fjárhagslið 21110 - Sveitarstjórnarkosningar.

7.Skagfirðingabraut 24, Hótel Mikligarður - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1801174Vakta málsnúmer

Lagðir fram tölvupóstar úr máli 1801300 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettir 19. og 24. janúar 2018. Þar er óskað umsagnar um umsókn Spíru ehf., kt. 420207-0770, um leyfi til að reka gististað í flokki III - Hótel Mikligarður í heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Skagfirðingabraut 24, 550 Sauðárkróki, tímabilið 1. júní til 20. ágúst 2018.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Hafnarlóð Frændgarður (146713) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1801261Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1801448 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Valgeirs S. Þorvaldssonar, kt. 020760-5919, um leyfi til að reka gististað í flokki II í íbúð í Frændgarði, landnúmer 146713, 565 Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

9.Noregur - húsnæðismál

Málsnúmer 1802024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar skýrslur um stefnu og átak norskra yfirvalda varðandi félagslegt búsetuúrræði og átak í húsnæðismálum sveitarfélaga.

10.Fundargerðir Ferðasmiðjunnar ehf. 2018

Málsnúmer 1802045Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 25. og 26. stjórnarfundar Ferðasmiðjunnar ehf.

Fundi slitið - kl. 10:05.