Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 818

Málsnúmer 1803001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 365. fundur - 21.03.2018

Fundargerð 818. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann situr hjá við atkvæðagreiðslu.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 818 Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Sýndarveruleika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Ingvi Jökull Logason fulltrúi Sýndarveruleika ehf., Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
    Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki" Samþykkt með átta atkvæðum..
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 818 Lögð fram drög að samningi milli Performa ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Hörður Pétursson fulltrúi Performa ehf., Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
    Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Samningur um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21" Samþykkt með átta atkvæðum..