Fara í efni

Umsókn um leyfi fyrir rallýkeppni - Bílakl. Skagafjarðar

Málsnúmer 1803006

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 819. fundur - 08.03.2018

Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 27. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni helgina 25.-26. júlí 2018. Eknar verða sérleiðirnar: 744 Þverárfjallsvegur, (gamli vegurinn að mestu), 742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð, F752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum, F756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal, Sauðárkrókshöfn og Nafir. Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur AKÍS um aksturskeppnir.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.