Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

819. fundur 08. mars 2018 kl. 08:30 - 11:14 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
  • Gunnsteinn Björnsson varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll

Málsnúmer 1803015Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. mars 2018 frá nefndasviði Alþingis, umhverfis- og samgöngunefnd, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll, 168. mál.
Byggðarráð fagnar tillögunni enda mál sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur barist fyrir árum saman. Byggðarráð skorar á stjórnvöld að samþykkja tillöguna þannig að hægt sé að meta kosti og galla þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli.

2.Umsókn um leyfi fyrir rallýkeppni - Bílakl. Skagafjarðar

Málsnúmer 1803006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 27. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni helgina 25.-26. júlí 2018. Eknar verða sérleiðirnar: 744 Þverárfjallsvegur, (gamli vegurinn að mestu), 742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð, F752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum, F756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal, Sauðárkrókshöfn og Nafir. Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur AKÍS um aksturskeppnir.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.

3.Umsagnarbeiðni frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)

Málsnúmer 1803008Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2018 frá nefndasviði Alþingis, umhverfis- og samgöngunefnd, varðandi umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál.

4.Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um stefnu í uppbyggingu flutningskerfi raforku

Málsnúmer 1802275Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. febrúar 2018 frá nefndasviði Alþingis, atvinnuveganefnd, varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál.

5.Afskriftarbeiðni

Málsnúmer 1803007Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra dagsettur 28. febrúar 2018 varðandi afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum að höfuðstólsfjárhæð 100.502 kr. Samtals með dráttarvöxtum 185.079 kr.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreind gjöld.

6.Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki

Málsnúmer 1803025Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 818. fundar byggðarráðs. Farið yfir stöðu málsins. Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Áður en sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur samningana og verkefnið til fullnaðarafgreiðslu er mikilvægt að lagt verði fram enn frekara mat á heildarkostnað sveitarfélagsins, þ.m.t. vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu, tapaðra leigutekna, skattekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélaga að svo viðamiklu langtímaverkefni.
VG og óháð styðja ekki samningana með þeim skuldbindingum sem þeim tengast á þessu stigi, enda ekki heldur gefist nægjanlegt tækifæri til að fara yfir það í sveitarstjórnarhópi framboðsins, vegna þess trúnaðar sem hefur verið um málið. Endurskoðun á þeirri afstöðu byggist á frekari yfirferð, gögnum og greiningu á heildarkostnaði og um leið að ávinningur af verkefninu leiði til annarrar niðurstöðu, áður en sveitarstjórn tekur endanlega afstöðu.

7.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1803034Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gerir viðaukinn ráð fyrir hækkun á fjárfestingalið eignasjóðs um 120 milljónir króna og hækkun langtímalána um sömu fjárhæð. Aukin rekstrarútgjöld í málaflokki 06-Æskulýðs- og íþróttamál um eina milljón krónur. Hækkun fjármagnskostnaðar hjá eignasjóði um 3 milljónir króna. Þessari breytingu á rekstraráætlun verður mætt með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Samningur um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21

Málsnúmer 1803027Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 818. fundar byggðarráðs. Farið yfir stöðu málsins. Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

9.Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki

Málsnúmer 1802270Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Digital Horse ehf. (Puffin and friends), dagsettur 26. febrúar 2018 þar sem óskað er eftir fundi með byggðarráði meðal annars vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúa Puffin and friends sýningarinnar á fund ráðsins.

10.Breytingar á mannvirkjalögum

Málsnúmer 1802278Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um breytingar á mannvirkjalögum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

11.Styrkbeiðni - UMSS

Málsnúmer 1803076Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 26. febrúar 2018 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem sambandið óskar eftir skilyrtum auka fjárstyrk frá sveitarfélaginu vegna innleiðingar sambandsins og aðildarfélaga á nýjum siðareglum, jafnréttisstefnu og viðbraðgsáætlun vegna vegna aga- eða ofbeldisbrota, eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni.
Byggðarráð samþykkir að veita Ungmennasambandi Skagafjarðar styrk að fjárhæð 800 þúsund krónur til verkefnisins af fjárhagslið 06890.

12.Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki 2018

Málsnúmer 1710012Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli UMFÍ, UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí 2018.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning.

13.Aðalfundarboð 15. mars

Málsnúmer 1803010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi þann 15. mars 2018 í Reykjavík.

14.CEMR ráðstefna fyrir evrópska sveitarstjórnarmenn 13. júní 2018

Málsnúmer 1803044Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 5. mars 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ráðstefnu fyrir evrópska sveitarstjórnarmenn um málefni sem tengjast jafnréttis-, innflytjenda- og mannréttindamálum. Slík ráðstefna verður haldinn í Bilbao, Spáni 11.-13. júní nk. í samstarfi við Bilbaoborg og basneska sveitarfélagasambandið. Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að Evrópusamtökum sveitarfélaga og svæða, CEMR.

15.Krabbameinsnefnd Kiwanisklúbbsins Drangeyjar - Mottumarshátíð

Málsnúmer 1803086Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 21. febrúar 2018 frá Krabbameinsnefnd Kiwanisklúbbsins Drangeyjar þar sem boðið er á Mottumarshátíð sem verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði þann 15. mars 2018.

Fundi slitið - kl. 11:14.