Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 820

Málsnúmer 1803007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 365. fundur - 21.03.2018

Fundargerð 820. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2018 frá stjórn Hofsbótar ses. þar sem óskað er eftir viðræðum um íþróttamannvirki og aðra uppbyggingu tengda Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Á fundinn mættu frá Hofsbót ses. Valgeir Þorvaldsson, Hjalti Þórðarson og Bjarni Þórisson. Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagður fram tölvupóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsettur 7. mars 2018 ásamt fundarboði á aðalfund sjóðsins þann 23. mars 2018.
    Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Sveitarfélagsins Skagafjarðar á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagt fram bréf dagsett 21. febrúar 2018 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2018. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2018.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir sviðsstjórum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. mars 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 9. mars 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í starfshóp um fráveitumál á Hólum í Hjaltadal.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna Indriða Þór Einarsson sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Pál Ingvarsson verkefnastjóra á veitu- og framkvæmdasvið í starfshópinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. mars 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem allsherjar og menntamálanefnd óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lögð fram drög að bréfi til Byggðastofnunar og ráðuneyti byggðamála varðandi aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsettur 13. mars 2018 varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í byggðamálum 2018-2024.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir lengri fresti til umsagnar þar sem tíminn til 21. mars n.k. er ansi knappur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Málið áður á dagskrá 816. fundar byggðarráðs þann 22. febrúar 2018. Lagt fram bréf dagsett 25. janúar 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi öflun heildstæðra upplýsinga frá sveitarfélögunum í landinu um samstarfssamninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga og jafnframt leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum. Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um alla núgildandi samstarfssamninga sem Sveitarfélagið Skagafjörður á aðild að og afritum af þeim. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að sjá um að ráðuneytinu verði sendir þeir samstarfssamningar sem sveitarfélagið er aðili að. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við núverandi ákvæði í sveitarstjórnarlögum um samstarf sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar stjórnar SSNV frá 20. febrúar 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.