Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56
Málsnúmer 1803013F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 365. fundur - 21.03.2018
Fundargerð 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Gunnsteinn Björnsson og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56 Tekið fyrir erindi frá aðstandendum Sólgarðaskóla, þar sem tilkynnt er um fulltrúa þeirra í starfshóp um framtíðarstarfsemi húsakynna skólans. Fulltrúarnir eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Sólgörðum, Íris Jónsdóttir, Þrasastöðum og Ólafur Jónsson, Helgustöðum. Samþykkt að fulltúar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar verði Gunnsteinn Björnsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar áhuga Þjóðminjasafns Íslands á gerð nýs samnings um safnstarfsemi í Glaumbæ og lýsir yfir áhuga sínum á áframhaldandi samstarfi og uppbyggingu starfsemi á staðnum. Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands hafa í áratugi átt farsælt samstarf um varðveislu og sýningu á menningararfi Íslendinga með því að hafa m.a. gamla torfbæinn aðgengilegan fyrir áhugasama gesti og sýna þar jafnframt merkilega muni í eigu Byggðasafns Skagfirðinga. Að auki fer starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ fram í Áshúsi og Gilsstofu sem eru í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Sveitarfélögin í Skagafirði hafa verið traustur bakhjarl Byggðasafns Skagfirðinga og lagt verulega fjármuni til reksturs þess um langt skeið. Sveitarfélögin í Skagafirði hafa engin áform um annað en að fagleg og rekstrarleg starfsemi safnsins verði áfram tryggð og hafa metnað til þess að byggja enn frekar upp og bæta aðbúnað safnsins í Glaumbæ. Má þar nefna að jákvæðar viðræður hafa staðið yfir við Þjóðkirkjuna um deiliskipulag fyrir Glaumbæ, áform um uppbyggingu bílastæða, um byggingu nýs þjónustuhúss o.s.frv.
Í ljósi áforma um breytingar og aukningar á tekjuöflun Þjóðminjasafns Íslands frá rekstraraðilum Byggðasafns Skagfirðinga, m.a. með beiðni um hlutdeild í aðgangseyri gamla torfbæjarins í Glaumbæ sem er fordæmisgefandi fyrir önnur hús í húsasafni Þjóðminjasafns á landsvísu, óskar atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd eftir afstöðu mennta- og menningarmálaráðherra til þeirra áforma. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort fyrirætlan ríkisins sé að draga úr eigin fjárveitingum til viðhalds húsasafns Þjóðminjasafnsins sem er nær allt staðsett á landsbyggðinni.
Ákvörðun um fyrirliggjandi samningsdrög verður tekin þegar afstaða mennta- og menningarmálaráðherra liggur fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56 Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni fyrir hönd Félags íslenskra kraftamanna þar sem óskað er eftir styrk og stuðningi vegna keppninnar Norðurlands Jakinn sem haldinn verður á Norðurlandi í lok ágúst nk. Keppnin verður tekin upp og sýnd í Sjónvarpinu (RÚV). Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 140.000,- sem tekinn verður af lið 13890, auk þess að aðstoða aðstandendur við annan aðbúnað. Nánari útfærsla er falin starfsmönnum nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikhópnum Lottu vegna sýningarinnar Galdrakarlinn í OZ sem sýndur verður í Menningarhúsinu Miðgarði 21. mars nk. kl. 17:30.
Samþykkt að veita kr. 60.000,- í styrk vegna sýningarinnar sem verður tekinn af fjárhagslið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.