Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum síma.
1.Framtíðarstarfsemi í Sólgarðaskóla
Málsnúmer 1712208Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá aðstandendum Sólgarðaskóla, þar sem tilkynnt er um fulltrúa þeirra í starfshóp um framtíðarstarfsemi húsakynna skólans. Fulltrúarnir eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Sólgörðum, Íris Jónsdóttir, Þrasastöðum og Ólafur Jónsson, Helgustöðum. Samþykkt að fulltúar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar verði Gunnsteinn Björnsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir.
2.Samningur um gamla bæinn í Glaumbæ 2017
Málsnúmer 1706097Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar áhuga Þjóðminjasafns Íslands á gerð nýs samnings um safnstarfsemi í Glaumbæ og lýsir yfir áhuga sínum á áframhaldandi samstarfi og uppbyggingu starfsemi á staðnum. Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands hafa í áratugi átt farsælt samstarf um varðveislu og sýningu á menningararfi Íslendinga með því að hafa m.a. gamla torfbæinn aðgengilegan fyrir áhugasama gesti og sýna þar jafnframt merkilega muni í eigu Byggðasafns Skagfirðinga. Að auki fer starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ fram í Áshúsi og Gilsstofu sem eru í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Sveitarfélögin í Skagafirði hafa verið traustur bakhjarl Byggðasafns Skagfirðinga og lagt verulega fjármuni til reksturs þess um langt skeið. Sveitarfélögin í Skagafirði hafa engin áform um annað en að fagleg og rekstrarleg starfsemi safnsins verði áfram tryggð og hafa metnað til þess að byggja enn frekar upp og bæta aðbúnað safnsins í Glaumbæ. Má þar nefna að jákvæðar viðræður hafa staðið yfir við Þjóðkirkjuna um deiliskipulag fyrir Glaumbæ, áform um uppbyggingu bílastæða, um byggingu nýs þjónustuhúss o.s.frv.
Í ljósi áforma um breytingar og aukningar á tekjuöflun Þjóðminjasafns Íslands frá rekstraraðilum Byggðasafns Skagfirðinga, m.a. með beiðni um hlutdeild í aðgangseyri gamla torfbæjarins í Glaumbæ sem er fordæmisgefandi fyrir önnur hús í húsasafni Þjóðminjasafns á landsvísu, óskar atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd eftir afstöðu mennta- og menningarmálaráðherra til þeirra áforma. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort fyrirætlan ríkisins sé að draga úr eigin fjárveitingum til viðhalds húsasafns Þjóðminjasafnsins sem er nær allt staðsett á landsbyggðinni.
Ákvörðun um fyrirliggjandi samningsdrög verður tekin þegar afstaða mennta- og menningarmálaráðherra liggur fyrir.
Sveitarfélögin í Skagafirði hafa verið traustur bakhjarl Byggðasafns Skagfirðinga og lagt verulega fjármuni til reksturs þess um langt skeið. Sveitarfélögin í Skagafirði hafa engin áform um annað en að fagleg og rekstrarleg starfsemi safnsins verði áfram tryggð og hafa metnað til þess að byggja enn frekar upp og bæta aðbúnað safnsins í Glaumbæ. Má þar nefna að jákvæðar viðræður hafa staðið yfir við Þjóðkirkjuna um deiliskipulag fyrir Glaumbæ, áform um uppbyggingu bílastæða, um byggingu nýs þjónustuhúss o.s.frv.
Í ljósi áforma um breytingar og aukningar á tekjuöflun Þjóðminjasafns Íslands frá rekstraraðilum Byggðasafns Skagfirðinga, m.a. með beiðni um hlutdeild í aðgangseyri gamla torfbæjarins í Glaumbæ sem er fordæmisgefandi fyrir önnur hús í húsasafni Þjóðminjasafns á landsvísu, óskar atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd eftir afstöðu mennta- og menningarmálaráðherra til þeirra áforma. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort fyrirætlan ríkisins sé að draga úr eigin fjárveitingum til viðhalds húsasafns Þjóðminjasafnsins sem er nær allt staðsett á landsbyggðinni.
Ákvörðun um fyrirliggjandi samningsdrög verður tekin þegar afstaða mennta- og menningarmálaráðherra liggur fyrir.
3.Norðurlands jakinn 2018
Málsnúmer 1803104Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni fyrir hönd Félags íslenskra kraftamanna þar sem óskað er eftir styrk og stuðningi vegna keppninnar Norðurlands Jakinn sem haldinn verður á Norðurlandi í lok ágúst nk. Keppnin verður tekin upp og sýnd í Sjónvarpinu (RÚV). Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 140.000,- sem tekinn verður af lið 13890, auk þess að aðstoða aðstandendur við annan aðbúnað. Nánari útfærsla er falin starfsmönnum nefndarinnar.
4.Galdrakarlinn í Oz - styrkbeiðni
Málsnúmer 1803164Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikhópnum Lottu vegna sýningarinnar Galdrakarlinn í OZ sem sýndur verður í Menningarhúsinu Miðgarði 21. mars nk. kl. 17:30.
Samþykkt að veita kr. 60.000,- í styrk vegna sýningarinnar sem verður tekinn af fjárhagslið 05890.
Samþykkt að veita kr. 60.000,- í styrk vegna sýningarinnar sem verður tekinn af fjárhagslið 05890.
Fundi slitið - kl. 15:00.