Fara í efni

Umsagnarbeiðni þingsályktunartillaga um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll

Málsnúmer 1803015

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 819. fundur - 08.03.2018

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. mars 2018 frá nefndasviði Alþingis, umhverfis- og samgöngunefnd, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll, 168. mál.
Byggðarráð fagnar tillögunni enda mál sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur barist fyrir árum saman. Byggðarráð skorar á stjórnvöld að samþykkja tillöguna þannig að hægt sé að meta kosti og galla þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli.