Fara í efni

Samningur um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21

Málsnúmer 1803027

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 818. fundur - 02.03.2018

Lögð fram drög að samningi milli Performa ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Hörður Pétursson fulltrúi Performa ehf., Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 819. fundur - 08.03.2018

Málið áður á dagskrá 818. fundar byggðarráðs. Farið yfir stöðu málsins. Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 365. fundur - 21.03.2018

Stefán Vagn Stefánsson leggur til að málinu verði frestað. Borið upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 377. fundur - 13.12.2018

Málið áður á dagskrá á fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2018, en því frestað.
Lagður fram til samþykktar samningur um byggingarstjórn, verkefnastýringu og fleira vegna Aðalgötu 21 við verktakafyrirtækið Performa. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
Samningurinn borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með fimm atkvæðum meirihluta. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir sátu hjá. Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir sátu hjá.