Norðurlands jakinn 2018
Málsnúmer 1803104
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 56. fundur - 19.03.2018
Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni fyrir hönd Félags íslenskra kraftamanna þar sem óskað er eftir styrk og stuðningi vegna keppninnar Norðurlands Jakinn sem haldinn verður á Norðurlandi í lok ágúst nk. Keppnin verður tekin upp og sýnd í Sjónvarpinu (RÚV). Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 140.000,- sem tekinn verður af lið 13890, auk þess að aðstoða aðstandendur við annan aðbúnað. Nánari útfærsla er falin starfsmönnum nefndarinnar.